- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Konur dæma alla leiki EM

Viktoriia Alpaidze og Tatyana Berezkina eru eitt tíu dómarapara sem dæma á EM kvenna í desember. Mynd/ © 2018 Nebojsa Tejic | kolektiff
- Auglýsing -

Í fyrsta sinn dæma konur alla leiki á Evrópumóti landsliða í kvennaflokki þegar mótið fer fram í Noregi og Danmörku í desember. Þetta var tilkynnt í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá hvað tíu dómarapör hafi verið valin til þátttöku á mótinu sem hefst 5. desember og lýkur 15 dögum síðar.

Fjögur dómarapör verða staðsett í Þrándheimi þar sem C og D-riðlarnir fara fram, en svo skiptast hin 6 pörin á milli Herning og Fredrikshavn í Danmörku þar sem A og B-riðlarnir fara fram.

Hér er listi yfir þau dómarpör sem koma til með dæma á EM kvenna:

Ana Vranes / Marlis Wenninger – Austurríki
Vesna Balvan / Tatjana Prastalo – Bosníu og Hersegóvínu
Karina Christiansen / Line Hesseldal Hansen – Danmörku
Charlotte Bonaventura / Julie Bonaventura – Frakklandi
Ioanna Christidi / Ioanna Papamattheou – Grikklandi
Jelena Mitrovic / Andjelina Kazanegra – Svartfjallalandi
Vania Sa / Marta Sa – Portúgal
Cristina Nastase / Simona-Raluca Stancu – Rúmeníu
Viktoriia Alpaidze / Tatyana Berezkina – Rússlandi
Vanja Anitic / Jelena Jakovljevic – Serbíu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -