- Auglýsing -
- Auglýsing -

Krim, Brest og Metz halda áfram

Leikmenn Krim Ljubljana fagna sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í handknattleik. Mynd/EPA

Síðari leikirnir í útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna fóru fram um helgina þar sem að sæti í 8-liða úrslitum keppninnar var í boði. Ungverska liðið FTC tók á móti slóvenska liðinu Krim en heimakonur freistuðu þess að vinna upp sex marka tap í fyrri leik liðanna. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tókst þeim aðeins að vinna með fjögurra marka mun, 26-22. Það dugði FTC ekki og Krim því komið áfram í 8-liða úrslit.

Líkt og í fyrri leik liðanna átti Metz ekki í vandræðum með Dortmund en franska liðið vann með þrettán marka mun, 32-19 og samanlagt, 62-41. Metz er komið alla leið í Final4 úrslitahelgina vegna þessa að  Rostov-Don var vikið úr keppninni vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Mesta spennan var fyrir leik Brest og Odense sem fram fór í dag en danska liðið sigraði í fyrri leiknum, með eins marks mun. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik í dag og var staðan jöfn í hálfleik, 14-14. Heimakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og unnu með þriggja marka mun, 29-26 og eru komnar áfram í 8-liða úrslitin þar sem að ungverska liðið Györ verður andstæðingur.

Úrslit helgarinnar

FTC 26 – 22 Krim (8-10)
Samanlögð úrslit: Krim 55 – 52 FTC

 • Nataliya Derepasko þjálfari Krim þurfti að taka leikhlé eftir aðeins fimm mínútna leik þegar að slóvenska liðið var undir, 5:2.
 • Eftir það náði slóvenska liðið að bæta varnarleik sinn. Á níu mínútna kafla lánaðist FTC ekki að skora mark og Krim var yfir í hálfleik, 10-8.
 • Sjö mínútum fyrir leikslok náði FTC-liðið góðum kafla og skoraði fjögur mörk í röð, komust yfir, 21-18.
 • Katrin Klujber hægri skytta FTC var markahæst með 10 mörk í 13 tilraunum en því miður dugði það ekki fyrir ungverska liðið til að komast í átta liða úrslit.
 • Paula Posavec og Ana Gros voru markahæstar í liði Krim með fjögur mörk hvor.
 • Krim mun mætir ríkjandi meisturum Vipers í 8-liða úrslitum 30. apríl/1. maí og 7./8. maí.

Metz 32 – 19 Dortmund (14-10)
Samanlögð úrslit Metz 62 – 41 Dortmund

 • Þetta er í annað sinn sem Dortmund tapar með 13 mörkum í Meistaradeildinni en það gerðist líka gegn Györ í nóvember 2020.
 • Þetta var hins vegar stærsti sigur Metz í Meistaradeildinni frá því að liðið vann Podravka með  fjórtán marka mun  í október 2019.
 • Metz hefur náð einum besta árangri liða á heimavelli í Meistaradeildinni. Liðið hefur aðeins tapað tveimur af 23 leikjum sínum á heimavelli sem er sannkallað vígi.
 • Taphrina þýska liðsins heldur áfram. Liðið hefur tapað sjö leikjum í röð í Meistaradeildinni. Þetta er lengsta taphrina þýska liðsins í Meistaradeildinni til þessa.
 • Metz hefur nú í fyrsta skiptið í þrjú ár náð tryggt sér sæti í Final4 úrslitahelginni, þrátt fyrir að hafa tapað fjórum leikjum í riðlakeppninni. Rostov-Don sem átti að vera mótherjar í 8-liða úrslitum var vikið úr keppni eins og áður er getið.

Brest 29 – 26 Odense (14-14)
Samanlög úrslit Brest 53 – 51 Odense

 • Á síðustu 17 mínútum leiksins skoruðu Pauletta Foppa og Jenny Karlsson tvö mörk hvor ásamt því að hægri hornamaðurinn Alicia Toublanc skoraði þrjú mörk og innsiglaði sigur franska liðsins.
 • Odense var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en það fjaraði undan þeim í seinni hálfleiknum þrátt fyrir að varnarleikur Brest hafi ekki verið sannfærandi.
 • Franska liðið hefur nú unnið sjö af síðustu átta leikjum í Meistaradeild kvenna á þessari leiktíð.
 • Helene Fauske var virkilega góð í leiknum. Hún skoraði sex mörk og var markahæst hjá Brest.
 • Brest vonast til þess að komast í Final4 úrslitahelgina annað árið í röð. Til þess þarf liðið að vinna  stórlið Györ í 8-liða úrslitunum.

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum

Brest – Györ.

Krim – Vipers.

CSM Búkaresti – Esbjerg.

Ein viðureign féll niður.

Fyrri leikir liðanna fara fram helgina 30.apríl/1.maí  og seinni leikirnir viku síðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -