- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Kristrún innsiglaði sigur í Eyjum – Valur áfram efstur – Haukar unnu þriðja sætið

- Auglýsing -

Kristrún Ósk Hlynsdóttir tryggði ÍBV eins marks sigur á Fram í hörkuleik í 15. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld, 32:31. Hún skoraði sigurmarkið á lokasekúndum. Þar með heldur ÍBV pressu á Val sem vann stórsigur á botnliði Selfoss, 32:20, í Sethöllinni. Hafdís Renötudóttir átti enn einn stórleikinn með 17 skot og 56% hlutfallsmarkvörslu. Valur er efstur með 26 stig.


Haukar unnu leikinn um þriðja sæti deildarinnar er liðið lagði ÍR, 23:22, í hörkuleik í Kuehne+Nagel höllinni á Ásvöllum. Haukar eru stigi fyrir ofan ÍR með 17 stig.

KA/Þór lagði Stjörnuna, 29:26, í KA-heimilinu eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13.

Að loknum tapleikjunum í kvöld dragast Stjarnan og Selfoss enn meira aftur úr öðru liðum Olísdeildar. Þegar sex umferðir eru eftir óleiknar er átta stiga munur á KA/Þór í sjötta sæti og Stjörnunni í sjöunda og næsta neðsta sæti. Selfoss er stigi á eftir Stjörnunni.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

ÍBV – Fram 32:31 (20:18).

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 10, Sandra Erlingsdóttir 5, Ásdís Halla Hjarðar 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Magdalena Jónasdóttir 1.
Varin skot: Amalia Froland 5, 17,9% – Ólöf Maren Bjarnadóttir 2, 22,2%.

Mörk Fram: Valgerður Arnalds 7, Harpa María Friðgeirsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5/4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Hulda Dagsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 22/3, 44% – Arna Sif Jónsdóttir 1, 25%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Haukar – ÍR 23:22 (13:11).

Mörk Hauka: Rakel Oddný Guðmundsdóttir 7, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 6/5, Embla Steindórsdóttir 4, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 13/1, 37,1%.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 9/4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Anna María Aðalsteinsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
Varin skot: Sif Hallgrímsdóttir 14, 38,9%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

KA/Þór – Stjarnan 29:26 (16:13).

Mörk KA/Þórs: Susanne Denise Pettersen 7, Trude Blestrud Hakonsen 6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 3/3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1, Unnur Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Bernadett Leiner 13, 33,3%.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 7/4, Natasja Hammer 5, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Inga Maria Roysdottir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 3/1, 13,6% – Margrét Einarsdóttir 2, 16,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Selfoss – Valur 20:32 (6:13).

Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 5/4, Mia Kristin Syverud 4, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 3, Inga Dís Axelsdóttir 2, Marte Syverud 2, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Sylvía Bjarnadóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Xiao Reykdal 8, 22,9% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 4, 44,4%.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 8/3, Elísa Elíasdóttir 7, Lilja Ágústsdóttir 4, Lovísa Thompson 3, Mariam Eradze 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Arna Karitas Eiríksdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Ágústa Rún Jónasdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 17/3, 56,7%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -