- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið er farið til Ungverjalands

F.v.: Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Andrea Jacobsen, Þórey Rósa Stefánsdóttir, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Perla Ruth Albetsdóttir og Hafdís Renötudóttir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik hélt af landi í brott í morgun áleiðis til Ungverjalands með millilendingu í Amsterdam. Í Ungverjalandi leikur landsliðið á miðvikudaginn við Ungverja öðru sinni í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Sömu 16 leikmenn taki þátt í viðureigninni í Érd í úthverfi Búdapest og léku fyrri leikinn á Ásvöllum á laugardaginn.

Verk að vinna

Íslenska landsliðið hefur verk að vinna í leiknum ytra eftir fjögurra marka tap á Ásvöllum á laugardaginn, 25:21. Hugur er í leikmönnum liðsins sem sögðu í viðtölum við handbolta.is að loknum fyrri leiknum að markmiðið væri að snúa við taflinu ytra. Dregin yrði lærdómur af því sem gekk vel og einnig því sem miður gekk á Ásvöllum.


Samanlagður sigurvegari í leikjunum tveimur tryggir sér þátttökurétt á HM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember.

Leikurinn hefst klukkan 16.15

Flautað verður til leiks í Érd Arena klukkan 16.15 að íslenskum tíma á miðvikudaginn (18.15 að staðartíma).

Textalýsing frá leiknum verður á handbolti.is og beinleiðis útsending í lifandi myndum á vegum RÚV.

Sérsveitin mætir

Fjölmennur hópur á vegum Sérsveitarinnar, stuðningsmannasveitar landsliðanna í handknattleik, fer til Ungverjalands á morgun til að styðja við bakið á íslenska landsliðinu í Érd Arena. Érd Arena er viðlíka keppnishús og Ásvellir þar sem fyrri leikur Íslands og Ungverjalands fór fram og rúmar 2.200 áhorfendur.


Dómarar leiksins koma frá Norður Makedóníu, Silviana Karbeska og Marija Ilieva.

Myndir: Sérsveitin leiddi áfram frábæra stemningu

Myndasyrpa frá landsleiknum á Ásvöllum

Hópurinn sem fór til Ungverjalands er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (93/103).
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77).
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda handball (10/2).
Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2).
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (19/79).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56).
Thea Imani Sturludóttir, Val (61/102).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (31/16).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -