- Auglýsing -
- Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Aalborg Håndbold nærri hálfan leikinn þegar liðið vann KIF Kolding, 39:30, á útivelli í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld. Ágúst Elí varði fimm skot, 29,4%, og átti eitt markskot sem geigaði.
- Í næstu viku snýr Ágúst Elí til baka til Ribe-Esbjerg eftir tveggja mánaða lánsdvöl hjá Aalborg Håndbold en hann var fenginn til liðsins til að brúa bil meðan Niklas Landin jafnað sig af meiðslum.
- Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfaði þar til fyrir rúmri viku, tapaði fyrir næst efstu deildarliðinu Aarhus Håndbold Herrer, 35:33, í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Ef marka má úrslitin er fleira að hjá Fredericia HK en þjálfaraskiptin ein geta lagfært.
- Dana Björg Guðmundsdóttir landsliðskona í handknattleik skoraði tvö mörk í tíu marka sigri Volda á Flint Tønsberg, 41:31, fjórðu umferð næst efstu deildar norsku 1. deildarinnar í gær. Volda hefur átta stig eftir fjóra leiki í efsta sæti deildarinnar.
- Katla María Magnúsdóttir skoraði eitt mark úr vítakasti í fjórða sigri Holstebro í næst efstu deild danska handknattleiksins í kvöld. Holstebro lagði SIK Viborg, 31:26, á útivelli. Holstebro og Rødovre HK er í tveimur efstu sætum deildarinnar með átta stig hvort.
- Með glænýjan samning fram til ársins 2030 upp á vasann skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson átta mörk í níu skotum í öruggum sigri Kadetten Schaffhausen á Handball Stäfa, 45:39, í miklum markaleik á heimavelli. Kadetten Schaffhausen er efst í deildinni með 16 stig að loknum átta leikjum, sex stigum á undan Pfadi Winterthur sem á leik til góða í öðru sæti.
- Úlfar Páll Monsi Þórðarson var ekki í leikmannahópi RK Alkaloid þegar liðið vann HC Prilep, 47:21, á heimavelli í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu í gær. RK Alkaloid hefur átta stig eftir fimm leiki í öðru sæti deildarinnar.
- Viðureign AEK, sem Grétar Ari Guðjónsson markvörður er hjá, Kilkis í 3. umferð grísku úrvalsdeildarinnar sem fram átti að fara í Aþenu í gær var frestað.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks er að finna hér.
- Auglýsing -