- Auglýsing -
- Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur hjá RK Alkaloid með sex mörk þegar liðið vann HC Radovish, 35:23, í þriðju umferð úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu í dag. RK Alkaloid hefur fjögur stig í fimmta sæti deildarinnar.
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 10 mörk í 11 skotum í tíu marka sigri Kadetten Schaffhausen, 35:25, í svissnesku A-deildinni í handknattleik í dag. Sex af mörkunum skoraði Óðinn Þór úr vítaköstum. Kadetten hefur yfirburðastöðu í deildinni, 14 stig úr sjö leikjum.
- Elmar Erlingsson skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar í 28:28, jafntefli Nordhorn-Lingen á heimavelli í viðureign við Bietigheim í 2. deild þýska handknattleiksins.
- Annar Eyjamaður, Hákon Daði Styrmisson, skoraði þrjú mörk í jafntefli Eintracht Hagen, í heimsókn til Hüttenberg, 28:28, í 2. deild þýska handboltanum í dag.
- Nordhorn og Hagen eru í þriðja til fjórða sæti með sjö stig hvort eftir fimm umferðir.
- Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK Aþenu unnu Zaferakis, 35:25, á útivelli í dag í annarri umferð grísku 1. deildarinnar í handknattleik. AEK hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni.
- Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm mörk, öll úr vítaköstum, þegar Holstebro Håndbold vann Ajax, 29:25, á heimavelli í næst efstu deild danska handknattleiksins. Holstebro er í öðru sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki. Rødovre HK er efst með átta stig að loknum fjórum viðureignum.
- Ísak Steinsson varði 7 skot, 44%, þann tíma sem hann stóð vaktina í marki Drammen í jafntefli við Runar á útivelli í fjórðu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Runarmenn jöfnuðu metin, 29:29, þegar rétt innan við mínúta var til leiksloka. Ungt lið Drammen hefur sjö stig eftir fjóra leiki í norsku úrvalsdeildinni og er í efsta sæti sem stendur. Elverum hefur sex stig eftir fjóra leik eins og Kolstad sem á leik til góða við Kristiansand á morgun.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.