- Auglýsing -
- Orri Freyr Þorkelsson og liðsfélagar portúgalska meistaraliðinu Sporting unnu Benfica í uppgjöri Lissabonliðanna í 2. umferð portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld, 42:32. Leikurinn fór fram á heimavelli Sporting sem sjö mörkum yfir í hálfleik, 20:13.
- Orri Freyr skoraði fimm af mörkum Sporting. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk fyrir Benfica.
- Sporting hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Benfica hefur unnið einn leik og tapað öðrum.
- Viktor Gísli Hallgrímsson var í sigurliði Barcelona sem hóf titilvörnina á Spáni í dag með öruggum sigri á Horneo Alicante, 37:24. Leikið var á Alicante.
- Eintracht Hagen annað tveggja liða í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Ferndorf á útivelli í kvöld, 28:27. Hákon Daði Styrmisson skoraði fjögur af mörkum Hagen, þrjú þeirra úr vítaköstum. Honum var einu sinni vikið af leikvelli.
- Ágúst Elí Björgvinsson lék sennilega sinn síðasta leik með Aalborg Håndbold í dag þegar liðið vann GOG, 40:29, í 3. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á heimavelli. Ágúst Elí, sem er lánsmarkvörður frá Ribe-Esbjerg fékk að spreyta sig á einu vítakasti og tókst ekki að verja.
- Niklas Landin er mættur aftur til leiks eftir meiðsli. Hann var annan hálfleikinn í marki Aalborg í dag og varði 5 skot. Úr því að Landin er kominn aftur eftir meiðsli gerist vart þörf á Ágústi Elí lengur hjá félaginu.
- Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði tvö mörk þegar RK Alkaloid vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu í dag. RK Alaloid vann GRK Tikaves Kavadarci, 24:22, á útivelli.
- Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur þegar lið hans, Chambéry Savoie, vann Dunkerque, 33:29, á útivelli í 2.umferð frönsku 1. deildarinnar á föstudagskvöld. Chambéry Savoie hefur þrjú stig að loknum tveimur fyrstu leikjum sínum. Sveinn gekk til liðs við félagið í sumar frá Kolstad í Noregi.
- Tumi Steinn Rúnarsson var næst markahæstur hjá Alpla Hard með sex mörk þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Ferlach, 32:27, í annarri umferð efstu deildar í Austurríki á föstudag. Tumi Steinn gaf einnig fjórar stoðsendingar í leiknum. Tryggvi Garðar Jónsson skoraði ekki mark að þessu sinni fyrir Alpla Hard sem Hannes Jón Jónsson þjálfar. Alpla Hard var deildarmeistari í vor. Liðið hefur eitt stig eftir tvo fyrstu leikina.