- Auglýsing -
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen fóru af miklum krafti af stað í úrslitaeinvíginu við Pfadi Winterthur um meistaratitilinn í Sviss í kvöld. Kadettenliðið réði lögum og lofum á vellinum frá upphafi til enda og vann með ellefu marka mun, 30:19. Varnarleikur Kadetten var frábær frá upphafi til enda.
Staðan í hálfleik var 15:10 fyrir Kadetten sem sækir Pfadi heim í næstu viðureign liðanna sem fram fer á sunnudaginn í Winterthur. Vinna þarf þrjá leiki til þess að hampa meistarabikarnum. Pfadi er ríkjandi meistari en Kadetten varð síðast meistari fyrir þremur árum en ekkert lið var krýndur meistari 2020.
Handbolti.is heyrði í Aðalsteini í gær fyrir úrslitaeinvígíð og er viðtalið að finna hér fyrir neðan.
- Auglýsing -