Danski markvörðurinn Niklas Landin, leikmaður Kiel, og hægri hornamaður Barcelona, Aleix Gomez, eru í þriðja sinn í úrvalsliði Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla en liðið var kynnt í morgun. Kosning hefur staðið yfir á netinu undanfarna daga og vikur. Alls eru tíu leikmenn í úrvalsliðinu því auk sjö manna sóknarliðs var valinn besti varnarmaður keppninnar, efnilegasti leikamaðurinn auk besta þjálfarans.
Talant Dujshebaev þjálfari pólska meistaraliðsins Lomza Vive Kielce varð fyrir valinu á þjálfara tímabilsins. Þetta er í annað sinn sem hann verður fyrir valinu. Dujshebaev hreppti hnossið einnig fyrir sjö árum.
Landin hefur verið valinn markvörður úrvalsliðs Meistaradeildar undanfarin þrjú ár. Gomes var í úrvalsliðinu á síðasta ári og auk þess að verða fyrir valinu á besta unga leikmanni Meistaradeidar leiktíðina 2019/2020.
Úrvalsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður: Niklas Landin (THW Kiel).
Vinstra horn: Hampus Wanne (SG Flensburg-Handewitt)
Vinstri skytta: Petar Nenadic (Telekom Veszprém).
Miðjumaður: Kentin Mahé (Telekom Veszprém).
Hægri skytta: Dika Mem (Barcelona).
Hægra horn: Aleix Gomez (Barcelona).
Línumaður: Kamil Syprzak (Paris Saint-Germain Handball).
Besti varnarmaður: Hendrik Pekeler (THW Kiel).
Besti ungi leikmaðurinn: Tobias Grøndahl (Elverum Handball).
Besti þjálfarinn: Talant Dujshebaev (Lomza Vive Kielce).
🌟 EHF Champions League Men 𝑨𝑳𝑳-𝑺𝑻𝑨𝑹 𝑻𝑬𝑨𝑴 𝟮𝟬𝟮𝟭/𝟮𝟮 🌟 You were so many to vote! Here is your official All-Star Team of the season! ✨ #ehfcl #ehffinal4 #AST2022 pic.twitter.com/JK0aHnGBly
— EHF Champions League (@ehfcl) June 17, 2022