- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Landsliðskonurnar fara tómhentar frá Graz

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Þýska liðið Blomberg-Lippe sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika með tapaði leiknum um bronsið í Evrópudeildinni í Raiffeisen Sportpark í Graz í Austurríki í dag. Franska liðið JDA Bourgogne Dijon Handball var öflugra frá upphafi til enda og vann með fimm marka mun, 32:27.

Dijon var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:10. Franska liðið var með yfirhöndina allt til enda. Blomberg tókst að minnka muninn í eitt mark, 24:23, þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Nær komst það.


Ikast frá Danmörku og Thüringer HC mætast í úrslitaleik síðar í dag. Ikast lagði Blomberg-Lippe í undanúrslitum í gær.

Andrea skoraði fjögur mörk, átti eina stoðsendingu, skapaði eitt færi, vann tvö vítaköst og var einu sinni vikið af leikvelli.
Díana Dögg skoraði ekki mark en átti tvær stoðsendinga auk eins skapaðs færis.

Blomberg-Lippe og Djon mættust í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í vetur. Blomberg vann báðar viðureignir en það dugði skammt í dag.

Skammt er stórra högga á milli hjá leikmönnum Blomberg-Lippe. Á laugardaginn mætir liðið Borussia Dortmund í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni þýsku 1. deildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -