Rúnar Sigtryggsson og hans menn í SC DHfK Leipzig unnu í dag langþráðan sigur í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir lögð Göppingen, 27:25, á heimavelli í miklum baráttuleik. Sigurinn var liðinu afar mikilvægur eftir undanfarnar vikur þar sem ekki hefur gengið sem skildi. Leipzig var marki yfir í hálfleik, 15:14, að viðstöddum 4.519 áhorfendum í QUARTERBACK Immobilien ARENA í Leipzig.
Andri Már Rúnarsson skoraði fimm mörk fyrir Leipzig-liðið og Viggó Kristjánsson skoraði þrisvar sinnum og átti þrjár stoðsendingar. Luca Witzke skoraði sjö mörk.
Ýmir Örn Gíslason fyrirliði Göppingen skoraði tvö mörk. Ludvig Hallbäck og Erik Persson voru markahæstir með sex mörk hvor.
Með sigrinum í dag færðist Leipzig upp í 10. sæti þýsku deildarinnar með 10 stig. Göppingen hefur sex stig í 14. sæti af 18 liðum deildarinnar. Potsdam er áfram neðst án stiga.
Úrslit leikja í dag:
THW Kiel – Flensburg 33:37.
Potsdam – Rhein-Neckar Löwen 18:25.
-Arnór Snær Óskarsson kom ekkert við sögu hjá RNL.
Erlangen – HSG Wetzlar 22:25.
Leipzig – Göppingen 27:25.
Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.