- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leggja ekki árar í bát – HSÍ er með í róðrinum

Björgvin Páll Gústavsson mótmælti covidreglum á HM af krafti í síðustu viku. Nú hafa nokkur handknattleikssambönd, þar á meðal HSÍ, sent IHF bréf og krafist þess að reglurnar verði felldar niður. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Forsvarsmenn nokkurra þátttökuþjóða heimsmeistaramóstins í handknattleik hafa ekki gefist upp í baráttunni við að fá felldar niður hinar svokölluðu covidreglur sem gilda eiga á mótinu sem hefst í Póllandi annað kvöld.

Morten Henriksen íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins staðfestir í samtali við TV2 að síðast í gær hafi bréf verið sent til Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, með ósk um að reglurnar verði felldar niður. Fram til þessa hafa stjórnendur IHF skellt skollaeyrum við mótmælum.


Henriksen segir að danska handknattleikssambandið hafi síðan í desember andæft reglunum. Árar hafi ekki verið lagðar í bát. Bréfið í gær var sent fyrir hönd um tíu þátttökuþjóða HM. Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ, staðfestir við vef Fréttablaðsins í dag að Ísland sé í hópi þeirra tíu þjóða sem standa á bak við bréfið.


Helsti þyrnir í augum þeirra sem mótmæla covidreglunum, sem að óbreyttu verða á HM, eru covid próf eftir riðlakeppnina í næsta viku og aftur áður en kemur að átta liða úrslitum. Einnig eru menn ósáttir við að ef leikmenn greinast jákvæðir verði þeir að sæta fimm daga einangrun og fá ekki að snúa út á völlinn aftur að dögunum fimm liðnum nema að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr covidprófi.


Eins og kom fram á handbolta.is morgun þá voru allir í íslenska hópnum neikvæðir við skimun og geta hafið keppni á HM. Hinsvegar var einn jákvæður við skimun í danska landsliðshópnum í gær og óvíst er með þátttöku hans í fyrsta leik Dana HM.

D-riðill (Kristianstad)
12.janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14.janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16.janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -