- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikjadagskrá Olísdeild kvenna stokkuð upp – mótslokum seinkar

Hulda Bryndís Tryggvadóttir, KA/Þór, og Ragnheiður Ragnarsdóttir, Haukum. Fjær er Natasja Anjodottir Hammer, leikmaður Hauka. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Mikil röskun hefur orðið á keppni í Olísdeild kvenna á keppnistímabilinu, ekki síst á síðustu þremur mánuðum vegna covid, slæms veðurs og ófærðar. Af þeim sökum hefur mótanefnd HSÍ stokkað upp leikjaniðurröðun þeirra viðureigna sem eftir eru, að sögn Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, sem einnig gegnir starfi mótastjóra um þessar mundir.


Samkvæmt uppstokkaðri leikjadagskrá er gert ráð fyrir að keppni í Olísdeild kvenna ljúki á skírdag, fimmtudaginn 14. apríl í stað laugardagsins 9. apríl. Þar með er ljóst um leið að fyrsta umferð úrslitakeppninnar fer ekki fram um páskadagana eins og vonir stóðu til. „Við erum með augu á 27. og 28. apríl sem fyrstu dögum í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna,“ sagði Róbert sem telur ekki ólíklegt að úrslitakeppnin í kvennaflokki standi framundir eða yfir mánaðarmótin maí og júní.

Tveir landsleikir eftir páska

Ekki er mögulegt að hefja úrslitakeppnina fyrr vegna þess að 20. og 23. apríl leikur kvennalandsiðið tvo síðustu leiki sína í undankeppni Evrópumótsins, gegn Svíþjóð á heimavelli og ytra á móti Serbíu.


„Með breytingu á mótadagskránni gefst tækifæri til að gefa landsliðinu einn aukadag fyrir erfiða í undankeppni EM,“ sagði Róbert Geir.

Vart svigrúm til fleiri breytinga

„Það var ekki auðveld ákvörðun að taka upp mótið en óhjákvæmilegt. Hinsvegar er staðan orðin þannig að það er vart svigrúm til fleiri breytinga en nú hafa verið gerðar, ekki síst hjá ÍBV sem hefur leikið nokkrum leikjum færra en önnur lið Olísdeildar kvenna auk þess sem liðið enn með í bikarkeppninni,“ sagði Róbert Geir ennfremur.

Grill-deildirnar næstar

Enn sem komið er hefur ekki orðið eins mikil röskun á keppni í Olísdeild karla og helgast það m.a. af því að keppni lá niðri allan janúar. Róbert Geir telur hinsvegar að óhjákvæmilegt sé að fara yfir leikjadagská Grill66-deildar karla og kvenna sem hefur farið úr skorðum síðustu vikur.


Nýja leikjadagskrá Olísdeildar kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -