Sautjándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld. Þrír leikir eru á dagskrá. Klukkan 18 hefja Hörður og Stjarnan leik á Ísafirði. Hálfri annarri stund síðar byrja tveir leikir. Haukar og FH eigast við á Ásvöllum og Grótta og Fram leiða saman hesta sína í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi.
Handbolti.is gefur leikjunum gaum í textalýsingu á leikjavakt hér fyrir neðan.
- Auglýsing -