„Eftir góðan leik í fyrri hálfleik þá hrundi leikur okkar í síðari hálfleik. Skotákvarðanir voru ömurlegar, við gerðum vitleysur um allan völl og vorum okkur til skammar,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Haukar skorinorður í samtali við handbolta.is í kvöld eftir tap Hauka, 23:22, fyrir Stjörnunni í 13. umferð Olísdeildar karla í Mýrinni í kvöld. Haukar skoruðu aðeins sjö mörk í síðari hálfleik.
„Sóknarleikurinn var skelfilegur. Það var ekkert flóknara en það,“ sagði Ásgeir Örn ennfremur sem hafði eiginlega fátt annað að segja um frammistöðu sinna manna að þessu sinni. Þeim tókst ekki að fylgja eftir sigri á HK á föstudaginn á heimavelli.
Haukar sitja í sjötta sæti Olísdeildar karla með 12 stig eftir 13 leiki.
Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.