- Auglýsing -
- Auglýsing -

Liðsheildin kláraði þetta

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals leggur á ráðin. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við vissum að þetta yrði hörkuleikur hvað sem hver sagði og að það tæki 60 mínútur vinna,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Vals við handbolta.is í Laugardalshöll í dag rétt eftir að flautað var til leiksloka í viðureign Vals og Stjörnunnar í úrslitum Powerade-bikars kvenna í handknattleik. Ágúst Þór stýrði sínu liði til sigurs í keppninni í annað sinn á þremur árum, 25:22.

Tókst að keyra upp hraðann

„Okkur tókst aðeins að keyra upp hraðann þegar kom fram í síðari hálfleik. Ég dró eins lengi og ég gat að taka leikhlé til þess að missa ekki niður dampinn. Þetta hafðist þótt svo sannarlega hafi þetta verið langt frá að vera okkar besti leikur á tímabilinu,“ sagði Ágúst Þór en 24 ár eru liðin síðan hann vann fyrst bikarkeppnina sem þjálfari kvennaliðs Vals.

„Stjarnan barðist mjög vel. Ég er hrifinn af þeirri vinnu sem Sissi hefur lagt í liðið. Framfarirnar eru miklar. Það verður gaman að sjá hver þróunin verður á liðinu áfram undir hans stjórn.“

Reynslan reið baggamuninn

„Sigur okkar var góður þegar upp var staðið og ég er mjög stoltur af liðinu. Liðsheildin kláraði þetta,“ sagði Ágúst Þór. „Reynslan reið baggamuninn.“

Ágúst segir sigurinn vera afrakstur mikillar vinnu leikmanna liðsins sem á dögunum urðu deildarmeistarar í Olísdeildinni þótt enn eigi eftir að ljúka tveimur umferðum. „Stelpurnar eru frábærar. Þær hafa lagt mikið á sig og eiga mikið hrós skilið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is.

Tengt efni:

Þetta gekk bara því miður ekki hjá okkur

Svona á bikarinn líka að vera

Valur bikarmeistari í níunda sinn – Stjarnan veitti harða mótspyrnu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -