- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lilja verður ekkert með Val í úrslitaeinvíginu

Lilja Ágústsdóttir leikur ekkert með Val í úrslitaleikjunum við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Lilja Ágústsdóttir vinstri hornamaður nýkrýndra Evrópubikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins leikur ekkert með Val í úrslitaleikjunum við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Fyrsta viðureign liðanna fer fram í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.

Ágúst Jóhannsson faðir Lilju og þjálfari Vals staðfesti við handbolta.is í morgun að Lilja hafi farið í aðgerð á hægra hné í gær og verði þar af leiðandi ekkert með Val í leikjunum framundan gegn Haukum.

Óheppin í vetur

Lilja hefur verið afar óheppin með meiðsli á leiktíðinni. Hún meiddist illa á ökkla í landsleik í Tékklandi í lok september og kom ekki til greina af þeim sökum þegar EM-hópurinn var valinn. Var Lilja mánuðum saman frá keppni af þeim sökum.

Lilja önnur frá hægri ásamt Lovísu Thompson, Ásdísi Þóru systur sinni og Elínu Rósu Magnúsdóttur og fleiri liðsfélögum fagna sigri í Evrópubikarkeppninni á laugardaginn. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Þegar Lilja hafði jafnað sig í ökklanum tóku hnémeiðslin við.
Eftir sigurleikinn á BM Porrino í Evrópubikarkeppninni á laugardaginn, þar sem Lilja fór á kostum, var ljóst að hún gæti ekki haldið áfram keppni.

Átta til tíu vikur

Ágúst faðir Lilju sagðist telja að hún verði frá handbolta næstu 8 til 10 vikur. Gangi allt vel verður Lilja klár í slaginn á nýjan leik þegar undirbúningur fyrir næsta tímabil hefst hjá Val.

Fyrsta viðureign Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna fer fram í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld og hefst klukkan 19.30.

Olís kvenna: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -