- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Línur eru teknar að skýrast

Henny Reistad í þann mund að skora eitt 14 marka sinn fyrir Esbjerg gegn CS Rapid Bucuresti í Esbjerg í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ellefta umferð Meistaradeildar kvenna fór fram um helgina með flottum leikjum. Línur eru farnar að skýrast um hvaða lið komast í útsláttarkeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir.

Í A-liðli vann ungverska liðið FTC níu marka sigur á Krim í 110. sigurleik liðsins í Meistaradeildinni. Banik Most er fyrsta liðið sem á ekki lengur tölfræðilega möguleika að ná sæti í útsláttarkeppninni eftir tap fyrir Brest 46 – 30 og hefur þar með beðið lægri hlut í öllum ellefu viðureignum sínum í keppninni til þessa.


Aðra helgina í röð þurfti norska liðið Vipers að taka á honum stóra sínum til að að landa sigri. Í þetta skipti unnu Evrópumeistarar síðustu tveggja ára þýska meistaraliðið Bietigheim með tveggja marka mun, 34 – 32. Lokaleikur riðilsins var viðureign CSM Búkaresti gegn Odense þar sem að rúmenska liðið vann níu marka sigur 40 – 31 og hefur þar með unnið sex leiki í röð.


Í B-riðli vann Györ ellefu marka sigur gegn Lokomotiva og þetta var þriðji sigurleikurinn í röð hjá ungverska liðinu og sá tvöhundruðasti í Meistaradeild kvenna.


Storhamar lauk sex leikja taphrinu sinni með því að vinna Kastamonu, 33 – 28. Metz sigraði Buducnost, 29 – 23, og er á toppi riðilsins eftir að hafa sigrað í sex leikjum í röð. Stórleikur umferðarinnar var viðureign Esbjerg og Rapid Búkaresti þar sem að danska liðið hafði betur, 35 – 30, þar sem að Henny Restad átti stórleik og skoraði 15 mörk.

Stöðuna í riðlunum er að finna neðst í greininni.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

FTC 37 – 26 Krim (19 – 10)

  • Góð byrjun hjá FTC þar sem liðið komst m.a. í 7 – 2 foyrstu sló tóninn fyrir leikinn. Litu leikmenn aldrei um öxl eftir það.
  • Þetta er stærsti sigur FTC á Krim.
  • Katrin Kljuber hægri skytta ungverska liðsins var markahæst með tíu mörk. Hún hefur skorað 78 mörk í Meistaradeildinni.
  • Slóvenska liðinu mistókst að vinna sinn þriðja leik í röð í Meistaradeildinni.
  • Þetta var 110. sigurleikur FTC í sögu liðsins í Meistaradeild kvenna. Aðeins fimm liðum hefur tekist að ná þeim áfanga.

Banik Most 30 – 46 Brest (14 – 22)

  • Brest bætti met sitt yfir flest skoruð mörk í einum leik. Fyrra met liðsins var 41 mark sem skorað var gegn Dortmund í september 2020.
  • Franska liðið var einnig aðeins einu marki frá því að slá met Vardar frá 2015 sem skoraði 47 mörk í leik við Krim.
  • Julie Foggea markvörður Brest var frábær í fyrri hálfleik. Hún varði tíu skot og var með 41% markvörslu.
  • Þetta var fjórtándi tapleikur í röð hjá Banik Most. Liðið nálgast óðfluga met Krim frá því 2014 – 2016 þegar að slóvenska liðið tapaði sextán leikjum í röð.
  • Brest komst með þessum sigri upp fyrir Krim í riðlinum og situr í sjötta sæti

Vipers 34 – 32 Bietigheim (15 – 17)

  • Bietigheim var sterkara liðið í fyrri hálfleik og leiddi meðal annars með fjórum mörkum. Margir leikmenn liðsins eru fjarverandi vegna meiðsla og það kom niður á liðinu þegar á leikinn leið.
  • Norska liðið var án Marketu Jerabkovu í þessum leik en það kom ekki að sök þar sem að þær Anna Vyakhireva og Ragnhild Valle Dahl tóku við keflinu og skoruðu níu mörk hvor.
  • Þetta var sjötti sigurinn í röð hjá Evrópumeisturum Vipers sem er með 100% árangur á heimavelli á keppnistímabilinu eins og slóvensku meistararnir Krim.
  • Þýska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast beint í 8-liða úrslitin.
  • Vipers er með þriggja stiga forskot á Odense í öðru sæti riðilsins og á góðan möguleika á því að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum þriðja tímabilið í röð.
Elizabeth Omoregie og Malin Larsen Aune leikmenn CSM fagna sigri á danska meistaraliðinu Odense á laugardaginn. Mynd/EPA

CSM Búkaresti 40 – 31 Odense (21 – 11)

  • Odense hafði ekki tapað fjórtán leikjum í röð þegar það sótti CSM heim til Búkarest.
  • CSM skoraði 21 mark í fyrri hálfleik en það eru næst flest mörk sem liðið hefur skorað í einum hálfleik í Meistaradeildinni. Metið er 25 mörk gegn Banik Most.
  • Cristina Neagu skoraði tíu mörk fyrir CSM og er nú komin með 995 mörk í Meistaradeildinni og vantar því aðeins fimm mörk til þess að bætast í hóp með Jovanku Radicevic og Anitu Görbicz sem hafa náð að rjúfa 1.000 marka múrinn.
  • Heimakonur eru nú taplausar í síðustu sex heimaleikjum í röð. Liðið hefur unnið fimm þeirra og gert eitt jafntefli.
  • CSM er í öðru sæti riðilsins og vantar bara eitt stig í þremur leikjum sem eftir eru til að tryggja sér farseðilinn beint í 8-liða úrslit.

B-riðill:

Györ 27 – 16 Lokomotiva (8 – 14)

  • Lokomotiva lék vel fyrstu sautján mínúturnar í fyrri hálfleik og var staðan jöfn, 4 – 4, eftir þann kafla.
  • Ungverska liðið tók völdin á vellinum hægt og rólega og munaði mestu um góða frammistöðu Silje Solberg í markinu. Hún var með 58% markvörslu í fyrri hálfleik.
  • Solberg hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og lauk leik með 15 skot varin, eða 50% af þeim skotum sem hún fékk á sig.
  • Ana Gros var markahæst í liði Györ með átta mörk. Hjá Lokomotiva var Tena Petika markahæst einnig með átta mörk.

Kastamonu 28 – 33 Storhamar (13-17)

  • Leikmenn Storhamar mættu ákveðnir til leiks frá byrjun og það tók tyrkneska liðið sjö mínútur að skora fyrsta mark sitt í leiknum.
  • Norska liðið komst meðal annars í 5 – 0 forystu og hefði hæglega getað aukið muninn ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu Merve Durdu í marki Kastamonu.
  • Storhamar er með þriggja stiga forystu á Kastamonu í sjötta sæti riðilsins og á góðan möguleika að komast í útsláttarkeppnina.

Metz 29 – 23 Buducnost (13 – 9)

  • Metz byrjaði leikinn vel og skoraði þrjú fyrstu mörkin.
  • Buducnost neitaði að gefast upp og börðust leikmenn vel en máttu oftar en ekki játa sig sigraða gegn Hatadou Sako markverði Metz.
  • Bojana Popovic þjálfari Buducnost reyndi hvað hún gat til þess að snúa leiknum sér í vil en allt kom fyrir ekki. Metz hafði betur.
  • Matea Pletikosic var markahæst hjá Buducnost með sjö mörk auk þess að vera með fimm stoðsendingar.
  • Chloé Valentini var markahæst hjá Metz með sex mörk.

Esbjerg 35 – 30 Rapid Búkaresti (18 – 13)

  • Danska liðið náði 4 – 0 forystu í upphafi leiks.
  • Rapid Búkaresti náði að leysa varnarleik Esbjerg en skotin enduðu hins vegar í Armalie Milling markverði.
  • Sóknarnýting Esbjerg var rúmlega 60%.
  • Danska liðið náði mest ellefu marka forystu í leiknum.
  • Henny Reistad var frábær. Hún skoraði 15 mörk úr 17 skotum og var með fjórar stoðsendingar.

Staðan í A og B-riðlum:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -