- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Lítil sala á varmadælum kemur niður á þýska handboltanum

- Auglýsing -

Stjórnendur efstu deildar þýska handknattleiksins í karlaflokki eru byrjaðir að líta í kringum sig eftir nýjum aðalstyrktaraðila. Handball-world og Kicker segja frá því í dag að japanska stórfyrirtækið Daikin, sem m.a. framleiðir varmadælur, hafi ákveðið að ganga út úr samningi sínum í næsta sumar. Daikin hefur verið aðalastyrktaraðlili deildarinnar frá sumrinu 2024 og hefur deildin verið nefnd eftir fyrirtækinu, Daikin HBL. Samningurinn átti að gilda til þriggja ára, frá 2024 til 2027.

Tímamótasamningur

Eftir því sem fram kemur á handball-world var um fjárhagslegan tímamótasamning að ræða þegar hann var gerður. Daikin er sagt leggja a.m.k. fimm milljónir evra, um 700 milljónir kr, inn í deildarkeppnina árlega. Er það umtalsvert meira en fyrra samstarfsfyrirtæki deildarinnar gerði.

Háleit markmið ekki gengið eftir

Helsta ástæða þess að Daikin vill ljúka samstarfinu mun vera sú að sala á varmadælum í Þýskalandi hefur verið langt undir væntingum síðustu misseri. Háleit marmið þýskra yfirvalda um að sem flest heimilinu kæmu sér upp varmadælum í skiptum fyrir gashitun hefur langt í frá gengið eftir. Náði salan á síðasta ári ekki þriðjungi af áætlunum. Hefur það orðið til þess að slá fyrirtæki eins og Daikin út af laginu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -