Lokahóf meistaraflokka Hauka í handknattleik fór fram á dögunum á Ásvöllum. Voru að vanda veitt verðlaun og viðurkenningar til leikmanna og annarra sem koma að starfinu. Guðmundur Bragi Ástþórsson og Elín Klara Þorkelsdóttir voru t.d. valin bestu leikmenn meistaraflokksliðanna. Inga Dís Jóhannsdóttir og Magnús Gunnar Karlsson voru valin efnilegustu leikmennirnir eftir leiktíðina.
Meistaraflokkur karla:
Bestur: Guðmundur Bragi Ástþórsson.
Mikilvægastir: Tjörvi Þorgeirsson & Stefán Rafn Sigurmansson.
Efnilegastur: Magnús Gunnar Karlsson.
Meistaraflokkur kvenna:
Best: Elín Klara Þorkelsdóttir.
Mikilvægasti liðsmaðurinn: Alexandra Hödd Harðardóttir.
Efnilegust: Inga Dís Jóhannsdóttir.
U lið karla:
Bestur: Birkir Snær Steinsson.
Mikilvægastur: Magnús Gunnar Karlsson.
Mestu framfarir: Egill Jónsson.
U lið kvenna:
Best: Elísa Helga Sigurðardóttir.
Mikilvægust: Rósa Kristín Kemp.
Mestu framfarir: Þóra Hrafnkelsdóttir.
Sjá einnig:
Lokahóf: ÍR-ingar settu punkt aftan við tímabilið
Lokahóf: Matea og Einar Rafn best – Skarphéðinn og Bergrós efnilegust
Lokahóf: Katla og Einar best á Selfossi – Kristín og Jón félagar ársins
Lokahóf: Marta og Elmar stóðu upp úr hjá ÍBV
Lokahóf: Alfa Brá og Rúnar stóðu upp úr