- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lokaumferð Meistaradeildar fyrir HM á Spáni

Mia Rej leikmaður Odense að skora eitt sjö marka sinna gegn Vipers á síðasta sunnudag. Mynd/Axel Helgi
- Auglýsing -

Nú þegar að keppni er hálfnuð í Meistaradeild kvenna eru línur farnar að skýrast hvaðaa lið komast áfram í útsláttarkeppnina og hver ekki. Liðin sem mættust í síðustu umferð mætast nú aftur í áttundu umferðinni sem er sú síðasta áður en hlé verður gert fram yfir áramót vegna heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í desember.


Eftir að hafa tapaði tveimur leikjum á síðustu sekúndum vonast CSM til þess að verða fyrsta liðið til þess að leggja FTC af velli í A-riðli. Á meðan ala leikmenn Brest, Rostov og Esbjerg þá von í brjósti að halda sigurgöngu sinni áfram.


Í B-riðli mætast Krim og CSKA en liðin gerðu jafntefli í síðustu umferð eftir æsispennandi leik. Odense munu reyna að hefna fyrir ósigurinn gegn Vipers þegar liðið mætast í Kristjánssandi.

Leikir helgarinnar


A-riðill:

CSM – FTC | Laugardagur kl 15 | Beint á EHFTV

  • Þetta er 100. leikur CSM í Meistaradeild kvenna og er það þrettánda liðið sem nær þeim áfanga.
  • Rúmenska liðinu hefur gengið illa að undanförnu og hefur tapað þremur leikjum af síðustu fjórum í öllum mótum.
  • Þrír af tapleikjum CSM í vetur eru í Meistaradeildinni. Nú síðast tapaði liðið fyrir FTC með eins marks mun um síðustu helgi.
  • FTC getur bætt við níunda leiknum án taps í Meistaradeildinni. Það yrði félagsmet.
  • Ungverska liðið er annað af tveimur liðum sem hefur ekki enn tapað á þessari leiktíð.

Rostov-Don – Podravka | Laugardagur kl.15 | Beint á EHFTV

  • Króatíska liðið tapaði um síðustu helgi með minnsta mun, 22-23, en það hefur þó aðeins unnið tvo leiki af síðustu 20 leikjum í Meistaradeildinni.
  • Eftir að hafa skorað 37 mörk gegn Dortmund í 5. umferð hefur sóknarleikur Podravka aðeins dalað og hefur liðið aðeins skorað 41 mark í síðustu tveimur leikjum.
  • Podravka hefur tapað síðustu 16 leikjum á útivelli. Síðasti sigurleikur á útivelli var gegn Thüringer í október 2018.
  • Ekkert annað lið hefur fengið færri mörk á sig heldur en Rostov á þessari leiktíð, 23,4 mörk að meðaltali. Podravka hefur skorað 24,4 mörk að jafnaði í leik og er í fjórtánda sæti af sextán yfir flest skorðu mörk.
  • Króatíska liðið hefur aðeins unnið eina af fimm viðureignum gegn Rostov.

Buducnost – Brest | Laugardagur kl.17| Beint á EHFTV

  • Sigur Brest, 25-21, á Buducnost um síðustu helgi var fyrsti sigurleikur liðsins á þessari leiktíð.
  • Svartfellska liðið er annað af tveimur liðum í Meistaradeildinni sem hefur ekki enn tekist að vinna sér inn stig.
  • Buducnost hefur tapað leikjum sínum með sjö mörkum að meðaltali á þessari leiktíð. Liðið hefur verið með slakasta sóknarleikinn til þessa, skorað 22,7 mörk að meðaltali í leik.
  • Brest hefur tapað þremur af fjórum útileikjum sínum á þessu tímabili en eini sigurleikurinn var gegn CSM.
  • Heimakonur hafa tapað átta leikjum í röð í keppninni og bíða enn eftir 150. sigurleiknum. Aðeins eitt lið hefur unnið 150 leiki í Meistaradeildinni.

Esbjerg – Dortmund | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Esbjerg hefur gengið vel á heimavelli í vetur og unnið alla þrjá heimaleiki sína með samtals 23 mörkum.
  • Að því gefnu að danska liðið tapi ekki á morgun verður það sjötti leikurinn án taps. Þar jafnaði liðið sinn besta árangur í Meistaradeildinni.
  • Alina Grijseels leikmaður Dortmund er markahæst í Meistaradeildinni með 61 mark í sjö leikjum, sjö mörkum meira en hin norska Nora Mørk hjá Evrópumeisturum Vipers.
  • Þýska liðið hefur skorað 205 mörk í sjö leikjum eða 29,2 mörk að jafnaði.

B-riðill:


Krim – CSKA | Laugardagur kl.15 | Beint á EHFTV

  • Leik þessara liða lauk með janftefli, 21-21, um síðustu helgi.
  • Markverðir liðanna, Barbara Arenhart (Krim) og Polina Kaplina (CSKA) voru bestu leikmennirnir í þeirri viðureign.
  • Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnið sinn leikinn hvort. Einum leik hefur lokið með jafntefli.
  • Krim náði í sitt fyrsta stig um síðustu helgi eftir að Nataliyu Derepaska tók við þjálfun liðsins í október.

Vipers – Odense | Laugardagur kl.17 | Beint á EHFTV

  • Vipers vann leik liðanna um síðustu helgi, 32-27, í Danmörku en það var annar sigurleikur norska liðsins á Odense.
  • Skandinavísku liðin eru nú jöfn í riðlinum með átta stig hvort. Vipers er ofar á betri markatölu.
  • Vipers vill bæta stöðu sína í riðlinum eftir að hafa unnið tvo leiki í röð á útivelli.
  • Nora Mørk skoraði sjö mörk í síðasta leik. Hún er nú í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn með 54 mörk.
  • Odense hefur aðeins náð í tvö stig í síðustu fjórum heimaleikjum. Lið hefur hins vegar unnið alla þrjá útileiki sína.
  • Danska liðinu vantar aðeins þrjú mörk til þess að rjúfa 1.000 marka múrinn í Meistaradeildinni.

Kastamonu – Györ | Laugardagur kl.17 | Beint á EHFT

  • Á síðasta laugardag fór ungverska liðið illa með það tyrkneska þegar það vann með 17 marka mun á heimavelli.
  • Györ hefur unnið alla sjö leiki sína til þessa og er jafnframt með besta sóknarliðið, hefur skorað 34,3 mörk að meðaltali í þessum leikjum.
    17 marka tap Kastamonu gegn Györ um síðustu helgi var stærsta tap liðsins á þessari leiktíð. Tyrkneska liðið er enn án sigurs.
  • Jovanka Radicevic sem skoraði 11 af 20 mörkum Kastamonu um síðustu helgi er nú í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn með 41 mark.
  • Markahæsti leikmaður Györ er Stine Oftedal. Hún hefur skorað 28 mörk.

Metz – Sävehof | Sunnudagur kl.15 | Beint á EHFTV

  • Metz sem er í öðru sæti riðilsins hafa unnið fimm af sjö leikjum liðsins í Meistaradeildinni.
  • Með sigri í síðustu umferð náði franska liðið yfirhöndinni í viðureignum liðanna, hefur unnið þrisvar sinnum en Sävehof tvisvar.
  • Sænska liðið hefur ekki enn fengið stig á útivelli á þessari leiktíð.
  • Sävehof hefur fengið á sig 32,3 mörk að meðaltali til þessa.
  • Jamina Roberts er þriðja markahæst í Meistaradeildinni. Hún hefur skorað 53 af 188 mörkum Savehof.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -