- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Loksins fer allt á fulla ferð

Hildigunnur Einarsdóttir leikmaður Bayer Leverkusen. Mynd/TSV Bayer Leverkusen
- Auglýsing -

Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar hennar í þýska 1. deildarliðinu Bayer Leverkusen hafa aðeins leikið tvo leiki í deildinni fram til þessa meðan flest liðin náðu að leika fjórum sinnum áður hlé var gert rétt fyrir mánaðarmót vegna landsliðsviku. Ekki skrifast þessi leikjaskortur á reikning kórónuveirunnar því vel hefur gengið að flestu leyti hjá félögum að halda sínu striki þrátt fyrir að veiran leiki lausum hala í Þýskalandi eins og víðast hvar annars staðar.


Keppni í þýsku 1.deild kvenna hófst í byrjun september. Þráðurinn verður tekinn upp um komandi helgi eftir landsleikjavikuna. Þá sækir Leverkusen lið Buxtehuder SV heim.

„Tveimur leikjum í röð var frestað og það hafði sín áhrif,“ sagði Hildigunnur við handbolta.is í morgun og segir greinilega hafi mátt sjá það á öðrum leik Leverkusen að andstæðingurinn var búin að leika fleiri deildarleiki. Þrjár vikur liðu milli fyrsta og annars leiks liðsins.


„Framundan eru þrír leikir á átta dögum hjá okkur og eðlilegt leikjaplan þangað til hlé verður gert í síðari hluta nóvember vegna undirbúnings landsliða fyrir EM sem fram fer í desember. Vonandi hafa þessir fáu leikir framan af keppnistímabilinu ekki langvarandi áhrif á liðið og leik okkar,“ sagði Hildigunnur og bætti við að vegna stopulla leikja síðasta mánuðinn hafi undirbúningstímabilið í raun lengst.


„Þetta ástand hefur bara þýtt míní undirbúningstímabil með miklum hlaupum. Við erum fyrir vikið ekki í mikilli leikæfingu, því miður, ekki eins mikilli og við hefðum viljað á þessum tímapunkti á keppnistímabilinu,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður þýska 1. deildar liðsins Bayer Leverkusen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -