- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lonac verður áfram á Akureyri næstu tvö ár

Matea Lonac markvörður KA/Þórs verður a.m.k. í tvö ár í viðbót með KA/Þór. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Matea Lonac, markvörður, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin liðinu út tímabilið 2026-2027. Lonac líkar vel lífið á Akureyri en hún hefur verið hjá KA/Þór frá árinu 2019.


Lonach hefur allt frá 2019 verið ein af betri markvörðum hér á landi. Hún lék stórt hlutverk hjá KA/Þór þegar liðið vann allt sem hægt var að vinna í handknattleik hér á landi 2021 og var valin besti markvörður Olísdeildar kvenna vorið 2021.

KA/Þór, sigurlið Grill 66-deildar kvenna 2025. Matea Lonac markvörður er fjórða frá hægri í fremri röð. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA/Þór tryggði sér nýverið sæti í deild þeirra bestu á ný eftir að hafa farið taplausar í gegnum Grill 66-deildina og var Lonac með flest varin skot í deildinni. Tvívegis hefur Matea verið kjörin leikmaður ársins hjá KA/Þór. Lonac, sem varð 33 ára á dögunum, hefur leikið alls 140 leiki fyrir KA/Þór í deild, bikar og Evrópukeppni.


„Við óskum Mateu og KA/Þór til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með þessum magnaða markverði næstu árin,“ segir m.a. í tilkynningu vegna samningsins.

Sjá einnig: Matea Lonac framlengir við KA/Þór

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -