- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lunde hefur samið við Odense Håndbold

Katrine Lunde ætlar að standa í marki fyrir Odense Håndbold út leiktíðina. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Norski landsliðsmarkvörðurinn Katrine Lunde hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Odense Håndbold um að leika með liðinu til loka leiktíðar í upphafi sumars. Lunde, sem hefur verið árum saman fremsti makvörður heims, var án félags eftir að norska liðið Vipers Kristiansand lagði upp laupana í upphafi ársins.


Odense Håndbold er efst og ósigrað í dönsk úrvalsdeildinni eftir 18 umferðir auk þess að vera í þriðja sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu þegar ein umferð er eftir.

Lunde verður gjaldgeng nú þegar í dönsku úrvalsdeildinni en má ekki leika með Odense Håndbold í Meistaradeildinni fyrr en í útsláttarkeppninni sem tekur við þegar riðlakeppninni verður lokið.

Reinhardt er frá keppni

Odense hefur þegar þrjá markverði innan sinna raða, Althea Reinhardt, Yara ten Holte og Andrea Nørklit Jørgensen. Reinhardt hefur ekkert leikið með liðinu eftir Evrópumótið í desember. Hún fékk höfuðhögg í leik á mótinu hefur ekki jafnað sig og óvíst er um þátttöku hennar á næstunni.


Lunde verður 45 ára gömul í lok mars. Hún hefur leikið 371 landsleik fyrir Noreg á síðustu 23 árum og unnið fjölda verðlauna með norska landsliðinu og félagsliðum víða í Evrópu og oftar en einu sinni verið í sigurliði Meistaradeildar Evrópu. Stórmót Lunde með norska landsliðinu er 24. Á mörgum þeirra hefur hún verið valin besti markvörður mótsins.

Lunde lék með Aalborg DH og Vilborg í Danmörku frá 2004 til 2010 áður en hún gekk til liðs við ungverska stórliðið Györi. Síðan var Lunde markvörður Rostov-Don í Rússlandi áður en hún flutti heim til Kristianstad sumarið 2017.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -