- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lydía skrifaði undir nýjan samning við KA/Þór

Ljósmynd/KA
- Auglýsing -

Unglingalandsliðskonan Lydía Gunnþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og verður þar af leiðandi í eldlínunni með liðinu í Grill66 deildinni í vetur.

Lydía, sem verður 18 ára seinna í mánuðinum, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í verulegu hlutverki í meistaraflokksliði KA/Þórs undanfarin ár og hefur nú leikið alls 52 leiki í deild, bikar og Evrópu.

Lydía var í 18 ára landsliðinu sem tók þátt í HM í Kína í síðasta mánuði. Einnig lék hún með U17 ára landsliðinu á EM í Svartfjallalandi sumarið 2023.

KA/Þór féll úr Olísdeildinni í vor og leikur þar af leiðandi í Grill 66-deildinni á komandi leiktíð. Liðinu er spáð góðu gengi í deildinni og hafnaði m.a. í efsta sæti í árlegri spá þjálfara og fyrirliða sem birt var á kynningafundi Olís- og Grill 66-deildanna á þriðjudaginn.

Fyrsta viðureign KA/Þórs í deildinni verður í KA-heimilinu gegn Haukum2 sunnudaginn 15. september.

Leikjdagskrá Grill 66-deilda.

Akureyrarliðin verða Grillmeistarar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -