- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg í undanúrslit eftir vítakeppni – Bjarki og félagar eru úr leik

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fagna með felögum sínum eftir kappleik í Meistaradeildinni í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg og danska liðið Aalborg Håndbold tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld. Annað kvöld skýrist hvað tvö önnur lið taka þátt í úrslitahelgi keppninnar sem fram fer í Lanxess-Arena í 8. og 9. júní.
Vítakeppni þurfti til þess að knýja fram úrslit í viðureign Magdeburg og Industria Kielce.

Magdeburg var marki yfir eftir venjulegan leiktíma, 23:22, en pólska liðið vann heimaleikinn fyrir viku einnig með einu marki. Í vítakeppni hafði Magdeburg betur, 27:25.


Mikið gekk á undir lok venjulegs leiktíma og m.a. taldi Kilece-liði sig hafa verið rænt upplögðu tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndu. Við nánari skoðun á atvikinu virðist svo ekki vera eins og Daninn Rasmus Boysen útskýrir m.a. á Facbook-síðu sinni.

Ómar markahæstur

Ómar Ingi Magússon skoraði átta mörk, Janus Daði Smárason tvö en Gísli Þorgeir Kristjánsson ekkert mark fyrir Magdeburg. Gísli átti þrjár stoðsendingar, Janus tvær og Ómar eina.

Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Kielce.

Talant Dujshebaev þjálfari Kielce gat ekki á sér heilum tekið eftir leikinn í Magdeburg. Slík voru vonbrigðin.

Bjarki og félagar féllu leik

Ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém, sem Bjarki Már Elísson leikur með, féll úr leik í kvöld með fimm marka tapi fyrir Aalborg Håndbold, 33:28, í Álaborg. Aalborg tekur þar með þátt í annað sinn í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en félagið komst svo langt vorið 2021.
Veszprém hefur 24 sinnum náð í átta lið úrslit Meistaradeildarinnar og margoft verið með í undanúrslitum en aldrei unnið keppnina. Ljóst að bið verður á því.

Kampakátir leikmenn Aalborg Håndbold eftir sigurinn á Veszprém í kvöld. Mynd/EPA

Veszprém vann heimaleik sinn fyrir viku, 32:31, og mátti þakka fyrir því leikmenn Aalborg voru lengst af með yfirhöndina. Í kvöld var danska liðið sterkara allt til enda og vann sanngjarnan sigur.

Bjarki Már skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém. Yahia Omar og Mikita Vailupau voru markahæstir með sex mörk hvor.

Mads Hoxner skoraði níu mörk fyrir Aalborg. Thomas Arnoldsen og Simon Hald skoruðu fimm mörk hvor. Niklas Landin varði 14 skot, 34%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -