- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg í undanúrslit – Gummersbach féll úr leik

Janus Daði Smárason landsliðsmaður og leikmaður Pick Szeged í Ungverjalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku báðir með SC Magdeburg í kvöld þegar liðið komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með 10 marka sigri á bikarmeisturum síðasta árs, Rhein-Neckar Löwen, 34:24, í Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut á rist í leik með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á dögunum.

Ómar Ingi skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Einnig átti hann fjórar stoðsendingar. Janus Daði skoraði fjögur mörk úr fimm skotum og stýrði sóknarleik Magdeburg af röggsemi meðan hann var með. Svíinn Felix Claar skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar.

Arnór Snær Óskarsson fékk tækifæri með Rhein-Neckar Löwen í síðari hálfleik og gerði vel m.a. með þremur góðum mörkum. Tobias Reichmann, sem gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen á dögunum skoraði sjö mörk og var markahæstur. Ýmir Örn Gíslason lék einnig með Rhein-Neckar Löwen en skoraði ekki.

Fyrr í dag féll Gummersbach úr leik í bikarkeppninni eftir tveggja marka tap fyrir Füchse Berlin í Max-Schmeling-Halle í Berlin, 31:29. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach. Elliði Snær Viðarsson leikur með liðinu. Hann skoraði ekki mark að þessu sinni.

MT Melsungen og Flensburg öðluðust sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld.

Bikarkeppnin verður leidd til lykta með úrslitahelgi fjögurra liða í Lanxess Arena í Köln 13. og 14. apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -