- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg vann í Dessau – Viktor Gísli og félagar eru úr leik

Ómar Ingi Magnússon lék leikmenn Dinamo Búkarest á stundum grátt í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með öruggum sigri á Dinamo Búkarest, 35:29, í síðari viðureign liðanna í útsláttarkeppninni. Leikið var í Dessau vegna þess að keppnishöllin í Magdeburg er upptekin vegna skautadaga sem standa yfir en um margnota íþróttahöll er að ræða.

Magdeburg vann samanlagt með 10 marka mun í leikjunum tveimur, 65:55.

Ómar Ingi markahæstur

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með átta mörk auk þriggja stoðsendinga. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrisvar og gaf sex stoðsendingar.

Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Dinamo og átti tvær stoðsendingar.

Herslumun vantaði upp á

Á sama tíma féllu Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar í Wisla Plock úr leik gegn Nantes á gamla heimavelli Viktors Gísla. Nantes vann eftir harðan slag í lokin, 29:24. Wisla vann heimaleik sinn fyrir viku með þriggja marka mun, 28:25.

Viktori Gísla tókst ekki að sýna sparihliðarnar í Nantes í kvöld. Hann varði 4 skot, 19%. Gamli samherji hans, Ivan Pesic, var öflugur í marki Nantes með 16 skot, 38%.

Átta liða úrslit:
SC Magdeburg - One Veszprém.
Nantes - Sporting.
Füchse Berlin - Aalborg.
Pick Szeged eða PSG - Barcelona.
-PSG og Pick Szeged mætast öðru sinni annað kvöld í París.

Refirnir í átta liða úrslit

Fyrri í kvöld komst Füchse Berlin í átta liða úrslit þrátt fyrir jafntefli, 37:37, á heimavelli við Indurstria Kielce. Fücshe var með gott foskot fyrir leikinn eftir sex marka sigur í Kielce í síðustu viku.

Fabian Wiede var færður af leikvelli í sjúkrabörum í Max Schmeling-Halle í kvöld. Ljósmynd/EPA

Dýr leikur

Leikurinn var Füchse hugsanlega dýr vegna þess að bæði Tim Freihöfer og Fabian Wiede meiddust og urðu að yfirgefa leikvöllinn. Talið er að báðir geti verið alvarlega meiddir.

Daninn Mathias Gidsel skoraði 12 mörk fyrir Berlínarliðið og geigaði aðeins einu sinni. Einnig gaf hann þrjár stoðsendingar.

Mijajlo Marsenic bar liðsfélaga sinn Tim Freihöfer meiddan af leikvelli. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -