- Auglýsing -
- Auglýsing -

Magdeburg vann stórsigur – kapphlaupið heldur áfram – Þýskaland í dag

Janus Daði Smárason leikmaður Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ekkert lát er á kapphlaupi SC Mageburg og Füchse Berlin um þýska meistaratitilinn í handknattleik. Bæði liðin höfðu betur í leikjum sínum í dag og standa jöfn að vígi með 36 stig hvort eftir 20 umferðir. SC Magdeburg vann stórsigur á heimavelli á MT Melsungen, 39:24. Minni glæsibragur var á sigri Berlínarliðsins í heimsókn til HSV Hamburg en stigin urðu tvö að launum engu að síður, 32:30.

  • Janus Daði Smárason skoraði fimm mörk eins og Felix Claar og Michael Damgaard fyrir Magdeburg. Janus gaf einnig tvær stoðsendingar og nappaði boltanum einu sinni af liðsmönnum Melsungen. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk og var óspar á stoðsendingarnar en alls voru þær sex.
  • Elvar Örn Jónsson skoraði fjórum sinnum fyrir MT Melsungen og átti tvær stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki að þessu sinni. Melsungen er fallið niður í sjötta sæti en um tíma hafði það hreiðrað um sig í þriðja sæti.
  • Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Flensburg lagði Erlangen, 32:25, á heimavelli. Flensburg situr í þriðja sæti með 30 stig, sex stigum á eftir forystuliðunum tveimur.
  • Hvorki Arnór Snær ÓskarssonÝmir Örn Gíslason skoruðu fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið tapaði fyrir Lemgo, 33:25, á útivelli. Ekki hefur gengið sem best hjá Rhein-Neckar Löwen á leiktíðinni og er liðið í 9. sæti af 18 með 18 stig eftir 20 leiki.
  • Bergischer HC tapaði á heimavelli fyrir Kiel, 25:29. Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer sem situr í 16. sæti af 18 liðum með 13 stig.
  • Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

Tumi Steinn atkvæðamikill

  • Tumi Steinn Rúnarsson var allt í öllu hjá HSC Coburg 2000 í dag þegar liðið tók á móti Eintracht Hagen og tapaði, 28:24, að viðstöddum 2.277 áhorfendum í HUK-COBURG arena. Tumi Steinn skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Hákon Daði Styrmisson skoraði á hinn bóginn ekki mark fyrir Hagen sem er í fimmta sæti. Coburg er í sætinu fyrir neðan.
  • Ekki batnaði gengi GWD Minden þótt forráðamenn félagsins létu Aðalstein Eyjólfsson taka pokann sinn í síðasta mánuði. Minden tapaði í dag á heimavelli fyrir Lübeck-Schwartau, 35:31. Örn Vésteinsson Östenberg skoraði ekki mark fyrir Lübeck-Schwartau sem er i 10. sæti.
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur af mörkum GWD Minden. Hann vann einnig boltann tvisvar sinnum. Sveinn Jóhannsson skoraði einu sinni.
  • GWD Minden er í 16. og þriðja neðsta sæti með 11 stig, aðeins stigi fyrir ofan TUS Vinnhorst. Tvö lið falla úr deildinni í vor.
  • Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -