- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mayerhoffer er frábær þjálfari – var valinn framyfir Ólaf

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

„Þegar ákveðið var að ég hætti að sinna báðum störfum hjá félaginu var það mat okkar að Hartmut Mayerhoffer væri rétti maðurinn í þjálfarastarfið,“ sagði Raúl Alonso íþróttastjóri þýska handknattleiksliðsins HC Erlangen í gærkvöld þegar hann svaraði fyrir af hverju gengið hafi verið framhjá Ólafi Stefánssyni þegar þjálfari var ráðinn til félagsins í júlí.


Handball-world segir frá þessu.

Ólafur var aðstoðarþjálfari HC Erlangen og samstarfsmaður Alonso í 18 mánuði og kom til félagsins þegar Spánverjinn ákvað að taka að sér þjálfum liðsins samhliða starfi íþróttastjóra.

Ólafur sagði starfi sínu lausu í júlí. Í viðtali við Vísir á dögunum dró Ólafur ekki fjöður yfir að ástæða uppsagnarinnar væri sú að framhjá honum var gengið þegar Hartmut Mayerhoffer fyrrverandi þjálfari Göppingen tók við þjálfun Erlangen. Fregnir af óánægju Ólafs hafa m.a. borist til Þýskalands.

Faglegur og einbeittur

„Við sjáum ekki eftir ákvörðun okkar. Það er mikilvægt að standa við ákvarðanir sem eru teknar. Hartmut er frábær þjálfari með mikla reynslu úr Bundesligunni. Hann er mjög faglegur og einbeittur í sínum störfum,“ sagði Alonso í gærkvöld eftir HC Erlangen tapað fyrsta leik sínum í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni, 27:25, á heimavelli fyrir Hannover-Burgdorf.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -