- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Með sigur í farteskinu frá Vestmanna

Mynd/Neistin
- Auglýsing -

Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neistanum unnu öruggan sigur á VÍF frá Vestmanna, 34:28, færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Leikið var í Vestmanna. Neistin var með sex marka forskot í hálfleik, 18:12.

Finnur Hansson var í liði Neistans í dag en hann er jafnframt aðstoðarþjálfari. Finni tókst ekki að komast á blað yfir markaskorara Neistans.

Arnar sagði við handbolta.is eftir leikinn að sigurinn hafi verið öruggur. Neistin hafi verið með fjögurra til sjö marka forskot allan síðari hálfleikinn. Leikmenn VÍF hafi gert áhlaup annað slagið sem leikmenn hans náðu að standast. „Vörnin hefur verið slök hjá okkur í síðustu leikjum en hún var allt önnur og betri að þessu sinni,“ sagði Arnar.

Sigurinn var leikmönnum Neistans sætur eftir jafntefli liðanna í haust í Þórshöfn, 35:35. Leikurinn sá dró dilk á eftir sér. Voru starfsmenn Neistans á tímvarðaborði sakaðir um að hafa bætt við marki á heimamenn þegar leið á síðari hálfleik. Fór þjálfari VÍF mikinn í því máli. VÍF kærði framkvæmd leiksins en niðurstaða kærunnar var eiginlega engin hjá aganefnd færeyska handknattleikssambandsins.

Hörður Fannar með sjö mörk

Hörður Fannar Sigþórsson fór á kostum og skoraði sjö mörk fyrir KÍF frá Kollafirði er liðið mætti H71 í Hoyvikshöllinni. Frammistaða Harðar Fannars dugði ekki ein og sér gegn sterku liði H71 sem fór með sigur úr býtum, 29:23.

H71 er í efsta sæti með 15 stig eftir níu leiki. VÍF er með 13 stig og Neistin 12. KÍF er í fjórða sæti með níu stig en hefur lokið 10 leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -