- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Á hálfum dampi vegna veirunnar

Slóvenska landsliðskonan Ana Gros kann vel við sig í herbúðum Krim Ljubljana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Um helgina fer fram sjötta umferðin í Meistaradeild kvenna en umferðin litast nokkuð af ástandinu í álfunni vegna Covid19 þar sem það hefur þurft að fresta fjórum viðureignum í umferðinni og því aðeins fjórir leikir sem fara fram.

Aðalleikur sjöttu umferðar er án efa leikur Odense og Brest sem fer fram á sunnudaginn. Danska liðið er aðeins einu stigi á eftir topp liði CSKA í B-riðli á meðan Brest er í fjórða sæti riðilsins.

Í A-riðli mætast FTC og Krim í leik sem kemur líklega til með að skera úr um hvort liðið nær að komast uppúr riðlakeppninni, þá taka Metz á móti Esbjerg þar sem þær frönsku vonast til að framlengja góðri sigurgöngu sinni á heimavelli. Að lokum fer CSM Búkaresti í heimsókn til Bietigheim þar sem sigur færir þeim rúmensku toppsætið í A-riðli þar sem að hvorki Vipers né Rostov-Don spila um helgina.

Leikir helgarinnar

A-riðill

FTC – Krim | Laugardagur 24. október kl. 14.00

  • Sigur Krim um síðustu helgi lyfti þeim uppí sjötta sæti riðilsins með þrjú stig, einu meira en FTC sem situr í þvi sjöunda.
  • Krim hefur ekki unnið í seinustu fimm útileikjum þeirra í Meistaradeildinni
  • FTC mun áfram treysta á línumanninn Juliu Behnke sem kom tilbaka í síðustu umferð gegn CSM eftir meiðsli
  • Krim hefur unnið fimm af síðustu níu leikjum á milli þessara liða en þær ungversku hafa enga síður unnið síðustu tvær viðureignir.

Metz – Esbjerg | Laugardagur 24. október kl. 16.00

  • Metz er í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig eftir fjóra leiki en liðið hefur unnið báða heimaleiki sína til þessa.
  • Esbjerg er sæti neðar í riðlinum með þrjú stig eftir fjóra leiki.
  • Bæði lið unnu örugga sigra í deildarkeppnum sínum í vikunni. Esbjerg sigraði Aarhus 25-20 og Metz rúllaði yfir Saint Amand 41-20.
  • Metz hefur ekki tapað heimaleik í Meistaradeildinni síðan á tímabilinu 2016/2017 þegar að liðið tapaði gegn FTC 28-25.
  • Þessi lið áttust líka við á síðustu leiktíð þar sem Esbjerg vann heimaleikinn, 30-29 en jafntefli var í Frakklandi, 31-31.

Bietigheim – CSM Búkaresti | Sunnudagur 25. október kl. 14.00

  • CSM getur tekið forystu í riðlinum með sigri þar sem að leik Rostov og Vipers hefur verið frestað
  • Bietigheim er eina liðið í riðlakeppninni sem hefur ekki fengið stig.
  • Þýska liðið hefur fengið flest mörk á sig í Meistaradeildinni eða 162 mörk alls sem gerir 32,4 mörk að meðaltali í leik.
  • Julia Maidhof hefur skorað flest mörk fyrir Bietigheim eða 29 mörk alls en hjá CSM er það hins vegar stórskyttan Cristina Neagu sem hefur skorað mest eða 28 mörk.
  • Liðin áttust við í riðlakeppninni fyrir tveimur árum þar sem að liðin unnu sinn leikinn hvort.

B-riðill

Odense – Brest | Sunnudagur 25. október kl. 14.00

  • Sigur í þessum leik kemur Odense í topp sæti riðilsins
  • Odense er með átta stig eftir fimm leiki.
  • Danska liðið vann stærsta sigur í Meistaradeildinni í sögu félagsins þegar þær sigruðu Podravka, 33-17.
  • Brest hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum í Meistaradeildinni
  • Ana Gros sem skoraði sex mörk í síðustu umferð er núna markahæst í Meistaradeildinni með 32 mörk.
  • Þessi lið áttust við í riðlakeppninni tímabilið 2018/2019 þar sem danska liðið sigraði í báðum leikjum, 28-24 annars vegar og 29-24 hins vegar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -