Fjórða umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram um helgina eftir að hlé var tekið um síðustu helgi vegna landsliðsverkefna. Í þessari umferð er leikur vikunnar á milli dönsku meistaranna Odense og rúmenska meistaraliðsins CSM Búkaresti. Leikurinn gæti verið vendipunktur fyrir danska liðið á þessari leiktíð. Odense Håndbold hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum og eru nú þegar þremur stigum á eftir CSM og Bietigheim sem eru enn ósigruð.
Evrópumeistarar Vipers, sem er eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína, mun ferðast til Þýskalands til að mæta Bietigheim. Þýska liðið hefur ekki tapað mótsleik í 19 mánuði. FTC, sem mætir Krim mun reyna að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð.
Af viðureignunum í B-riðli munu flestra augu beinast að leik Rapid Búkaresti og Esbjerg. Leikurinn verður fyrsta alvöru prófraun rúmenska liðsins á leiktíðinni en liðið er nýliði í Meistaradeildinni.
Leikir í dag
B-riðill:
Buducnost – Metz | kl 14.00 | Beint á EHFTV
- Metz er enn ósigrað í riðlinum. Buducnost hefur tapað einum leik.
- Metz hefur fengið fæst mörk á sig í B-riðli eða 78 mörk.
- Milena Raicevic lykilleikmaður Buducnost er önnur markahæst í Meistaradeildinni með 25 mörk. Bruna De Paula er markahæst hjá Metz með 19 mörk. Hún er einnig á meðal fimm hæstu yfir flestar stoðsendingar.
- Frá því að þessi lið mættust fyrst árið 1990 hafa þau leitt saman garpa sína alls 14 sinnum. Buducnost hefur sigrað í tíu skipti, síðast árið 2018. Metz hefur unnið fjórum sinnum.
- Svartfellska liðið hefur unnið næst flesta leikina í sögu Meistaradeildarinnar, 154 talsins. Lið Metz hafa unnið 82 leiki.
Storhamar – Kastamonu | kl 16.00 | Beint á EHFTV
- Þessi lið hafa aldrei mæst áður.
- Nýliðar Storhamar hafa aðeins náð að vinna einn leik í Meistaradeildinni. Liðið rúllaði yfir Lokomotiva Zagreb í 2. umferð og vonast leikmenn eftir að endurtaka leikinn í dag.
- Kastamonu hefur tapað flestum leikjum í röð í Meistaradeildinni, sautján.
- Maja Jakobsen hægri skytta norska liðsins er fjórða markahæst í Meistaradeildinni með 21 mark.
- Tyrkneska liðið hefur átt í erfiðleikum með varnarleik sinn það sem af er tímabilsins og fengið á sig 117 mörk. Aðeins Banik Most hefur fengið á sig fleiri mörk eða 129.
Leikir sunnudagsins
A-riðill:
Odense – CSM Búkaresti | kl 14.00 | Beint á EHFTV
- CSM er eitt af fimm liðum sem er enn ósigrað í Meistaradeildinni. Liðið er með þriggja stiga forskot á Odense í riðlinum.
- Ef rúmenska liðið tapar ekki þessum leik þá verður það besta byrjun félagsins í Meistaradeildinni á þeim átta árum sem það hefur tekið þátt.
- CSM vantar aðeins 24 mörk til þess að verða ellefta liðið að rjúfa 3.000 marka múrinn í Meistaradeildinni.
- Danska liðið hefur aldrei byrjað Meistaradeildina á þremur ósigrum og þessi leikur gegn CSM er liðinu mikilvægur uppá framhaldið í riðlakeppninni.
- Martina Thørn og Althea Reinhardt markverðið Odense eru með flest varin skot í riðlakeppninni. Samanlagt hafa þær varið 47 skot sem gerir um 37% markvörslu.
- Rúmenska liðið hefur aldrei mætt Odense en hefur átt misjöfnu gengi að fagna gegn dönskum liðum á útivelli til þessa. Unnið fimm leiki, tapað þremur og gert eitt jafntefli.
Krim – FTC | kl 12.00 | Beint á EHFTV
- FTC hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum og ferðst nú til Ljubljana til þess að koma í veg fyrir þeirra lengstu taphrinu í Meistaradeildinni.
- Aðeins Lokomotiva Zagreb hefur gengið verr en FTC að skora mörk á þessari leiktíð.
- Jovönku Radicevic hægri hornamanni Krim vantar aðeins fjögur mörk til að verða annar leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 1.000 mörk.
- Vinni slóvenska liðið leikinn verður það í fyrsta skipti síðan í október 2017 sem því tekst að sigra tvo leiki í röð.
- Ungverska liðið hefur byrjað tímabilið á þremur tapleikjum í Meistaradeildinni.
Bietigheim – Vipers | kl 14.00 | Beint á EHFTV
- Vipers er eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
- Norska liðið hefur nú sigrað í níu leikjum í röð en það er lengsta sigurhrina þess í Meistaradeildinni.
- Vinni Bietigheim leikinn verður það fjórði sigurleikurinn í röð en það yrði nýtt félagsmet.
- Þýska liðið hefur ekki tapað 59 mótsleikjum í röð. Síðasti tapleikur liðsins var í mars 2021.
Brest – Banik Most | kl 14.00 | Beint á EHFTV
- Banik Most hefur fengið flest mörkin á sig i riðlakeppninni, 129.
- Eini sigurleikur Banik Most í síðustu níu Meistaradeildarleikjum var gegn Krim tímabilið 2019/20.
- Tékkneska liðið hefur nú tapað sex leikjum í röð en það er lengsta taphrina félagsins í Meistaradeildinni.
- Brest þarf aðeins 38 mörk til þess að verða 19. liðið til þess að skora 2.000 mörk.
- Franska liðið hefur aðeins tapað tveimur af síðustu 25 heimaleikjum sínum.
Györ – Lokomotiva Zagreb | kl 14.00 | Beint á EHFTV
- Györ tapaði sínum fyrsta heimaleik í meira en sjö ár í síðustu umferð.
- Ungverska liðið er mun sigurstranglegra í þessum leik.
- Lokomotiva hefur yngsta leikmannahópinn í Meistaradeildinni.
- Króatíska liðið hefur aðeins skorað 64 mörk í þremur leikjum til þessa, fæst allra liða í riðlakeppninni.
- Þetta mun verða í þriðja sinn sem liðin mætast. Auk þess er þetta tíundi leikur Lokomotiva í Meistaradeildinni. Engan þeirra hefur liðið unnið.
Rapid Búkaresti – Esbjerg | kl 13.00 | Beint á EHFTV
- Rapid hefur byrjað Meistaradeildina vel á þessari leiktíð, sigrað Lokomotiva og Kastamonu og gert jafntefli við Metz.
- Liðin hafa aldrei mæst áður í Meistaradeildinni.
- Ef Esbjerg vinnur verður þetta þriðji sigurleikur þeirra í röð.