- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Síðari hlutinn er að hefjast

Irene Perez Espinola (C) of leikmaður Rapid Búkarest sækir að vörn Györ í leik liðanna um síðustu helgi. Liðin mætast aftur um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það verður væntanlega enginn skortur á dramatík um þessa helgi í Meistaradeild kvenna í handknattleik þegar að áttunda umferð fer fram. Nú hefst síðari hluti riðlakeppninnar og eins og leikjum keppninnar er raðað niður þá mætast liðin sem léku í sjöundu umferð aftur í þeirri áttundu nema hvað að heimavöllum hefur verið víxlað.

Eftir að Rapid Búkaresti tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni um síðustu helgi er ekkert lið enn ósigrað. Rúmenska liðið er staðráðið í því notfæra sér stuðninginn á heimavelli til þess að taka öll stigin gegn Györ að þessu sinni. Á sama tíma mun CSM Búkaresti halda í ferðalag til Búdapest og mætir FTC.

Leikur umferðarinnar hjá EHF að þessu sinni er leikur Odense og Krim þar sem að heimakonur vonast til þess að halda áfram sigurgöngu sinni og bæta þar með met sitt í Meistaradeildinni.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

FTC – CSM Búkaresti | Laugardagur kl 15.00 | Beint á EHFTV

 • CSM hefur byrjað Meistaradeildina vel á þessari leiktíð og unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum leik og á góðan möguleika á sæti í átta liða úrslitum.
 • FTC hefur fengið fjögur stig úr útileikjum sínum, einu meira en útúr leikjum á heimavelli. Það er eitthvað sem leikmenn liðsins vilja bæta úr.
 • Leikmennirnir í öðru og þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar mætast í þessum leik. Cristina Neagu leikmaður CSM hefur skorað 53 mörk og Katrin Kljuber hjá FTC hefur skorað 51 mark.
 • Neagu vantar aðeins 37 mörk til viðbótar til þess að verða þriðji leikmaðurinn til þess að ná að rjúfa 1.000 marka múrinn í Meistaradeild kvenna, á eftir þeim Jovönku Radicevic og Anitu Görbicz.
 • Þetta verður í tólfta sinn sem lið félaganna mætast í Meistaradeildinni á síðustu sex leiktíðum. FTC hefur aðeins unnið þrisvar sinnum, alltaf á heimavelli.

Vipers – Banik Most | Laugardagur kl 17.00 | Beint á EHFTV

 • Vipers hefur unnið fimm af sjö leikjum sínum og er á toppi A-riðils.
 • Með því að bæta met sitt yfir flest skoruð mörk í einum leik um síðustu helgi er Vipers komið í fjórða sæti yfir flest mörk skoruð í Meistaradeildinni, 226 talsins.
 • Ekkert lið hefur fengið fleiri mörk á sig í fyrstu sjö leikjunum en Banik Most, 289 mörk eða 41,2 mörk að meðaltali í leik.
 • Markéta Jarábkova mætir aftur sínum gömlu félögum í Banik Most. Hún skoraði 11 mörk hjá þeim í síðustu umferð.
 • Tapi Banik Most leiknum verður það áttunda tap liðsins á þessari leiktíð og ellefta tapið í röð í Meistaradeildinni.

Brest – Bietigheim | Laugardagur kl 17.00 | Beint á EHFTV

 • Eftir að hafa ekki unnið í tvo leiki í röð hefur Bietigheim fallið úr fyrsta sæti niður í það fimmta yfir lið sem hafa skorað flest mörk í Meistaradeildinni.
 • Í fyrstu fimm leikjunum hafði þýska liðið skorað 35,2 mörk að meðaltali í leik en það meðaltal hefur heldur betur fallið í síðustu tveimur leikjum en í þeim hefur liðið aðeins skorað 24,5 mörk að jafnaði.
 • Með aðeins tvo sigra og eitt jafntefli í fyrstu sjö umferðunum er þetta versta byrjun Brest í Meistaradeildinni frá tímabilinu 2017/18 þegar liðið tapaði sex fystu leikjunum sínum.
 • Eftir bestu byrjun liðsins í Meistaradeildinni hefur Bietigheim aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum.

Odense – Krim | Sunnudagur kl 15.00 | Beint á EHFTV

 • Þrátt fyrir mikil meiðslavandræði hefur Odense gengið vel að undanförnu. Liðið hefur unnið sjö leiki í röð í öllum mótum þar af þrjá leiki í röð í Meistaradeildinni.
 • Ef danska liðinu tekst að vinna í þessum leik munu það setja nýtt félagsmet yfir flesta unna leiki í röð í Meistaradeildinni.
 • Krim hefur ekki gengið vel á útivelli, aðeins unnið tvo af 19 leikjum sínum á útivelli í Meistaradeildinni.
 • Odense er í fimmta sæti yfir bestu varnarliðið eftir að hafa fengið á sig 182 mörk.
 • Althea Reinhardt markvörður Odense er í öðru sæti yfir flest varin skot. Hún hefur varið 81 skot og er með 34,6% markvörslu.

B-riðill:

Kastamonu – Metz | Laugardagur kl 15.00 | Beint á EHFTV

 • Sigur Metz gegn Kastamonu um síðustu helgi var þriðji sigurleikur þeirra gegn tyrknesku liði.
 • Kastamonu hefur tapað tveimur leikjum í röð í Meistaradeildinni en eini sigurleikurinn var gegn Lokomotiva í 5. umferð.
 • Metz á möguleika á að ná toppsæti riðilsins með sigri í þessum leik.
 • Bruna de Paula var óstöðvandi í liði Metz um síðustu helgi. Hún skoraði sjö mörk. Mouna Chebbah var einnig öflug í liði Kastamonu með sjö mörk.

Esbjerg – Lokomotiva | Laugardagur kl 17.00 | Beint á EHFTV

 • Eftir að hafa tapað 18 – 30 gegn Esbjerg um síðustu helgi heldur króatíska liðið nú til Danmerkur með von um betri leik.
 • Króatíska liðið hefur aðeins skorað 147 mörk á meðan Esbjerg hefur skorað 232 mörk.
 • Danska liðið er í þriðja sæti riðilsins og hefur aðeins tapað gegn Rapid Búkaresti og Györ en Lokomotiva hefur hins vegar tapað öllum sjö leikjum sínum.
 • Leikmenn Esbjerg hafa glímt við meiðsli og missti fjóra leikmenn út um síðustu helgi. Jesper Jensen þjálfari vonast til að þær komist á völlinn fljótt aftur.

Rapid Búkaresti – Györ | Sunnudagur kl 13.00 | Beint á EHFTV

 • Nú þegar keppnin er hálfnuð er ungverska liðið á toppi riðilsins með 12 stig en rúmenska liðið er í fjórða sæti með 10 stig.
 • Györ sigraði í leik þessara liða um síðustu helgi, 32 – 30, þar sem að Ana Gros og Silje Solberg drógu vagninn fyrir ungverska liðið.
 • Ana Gros verður frá keppni í nokkrar eftir að hafa fengið högg á nefið um síðustu helgi.
 • Þetta verður í annað sinn sem lið þessara félaga mætast.

Storhamar – Buducnost | Sunnudagur kl 15.00 | Beint á EHFTV

 • Þessi lið buðu uppá háspennu leik um síðustu helgi þar sem að Buducnost vann með einu marki 24-23. Leikmanni Storhamar brást bogalistin í opnu færi á síðustu sekúndum þegar færi gafst til þess að jafna metin.
 • Þar munaði mestu um framlag Armelle Attingré í marki Buducnost. Hún var með 41% markvörslu.
 • Buducnost er í fimmta sæti riðilsins með sjö stig en Storhamar er sjötta sætinu með fjögur stig.
 • Bæði lið eru með svipaða sóknarnýtingu það sem af er í Meistaradeildinni. Buducnost er með 60% sóknarnýtingu en Storhamar 56%.
 • Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -