Sex leikir verða á dagskrá í Meistaradeild kvenna um helgina og þar sem meðal annars sú óvenjulega staða kemur upp að þýska liðið Dortmund og ungverska liðið Györ spila báða leiki sína um helgina í Ungverjalandi. Fyrri viðureignin var í gærkvöld. Afar sjaldan gefa lið frá sér heimaleikjaréttinn í leikjum deildarinnar en vegna kórónuveirunnar varð það niðurstaða forráðamanna félaganna að fara þá leið að leika báða leikina á heimavelli Györi.
Í hinum leik B-riðils mun topplið riðilsins CSKA freista þess að halda sigurgöngu sinni áfram þegar liðið mætir danska liðinu Odense Håndbold.
Í A-riðli verða hins vegar þrír leikir þar sem CSM Búkaresti freistar þess að auka forystu sína í riðlinum með sigri á Krim á sama tíma og þýska liðið Bietigheim vonast til að ná í sinn fyrsta sigur á þessari leiktíð gegn FTC í Ungverjalandi. Í þriðja leik riðilsins tekur svo Rostov-Don á móti Team Esbjerg.
Leikir helgarinnar
A-riðill
FTC – Bietigheim | Laugardagur 7.nóvember kl. 15.00
- Ungverska liðið er loksins búið að ná öllum sínum leikmönnum tilbaka eftir að hafa verið án lykilleikmanna allan október.
- Bietigheim er eina liðið í riðlinum sem hefur ekki náð í stig til þessa. Ef þær tapa þessum leik þá jafna þær sinn versta árangur í Meistaradeildinni sem er átta leikir án sigurs.
- Ef FTC tekst að sigra leikinn þá verða þær sjötta liðið í Meistaradeildinni til þess að sigra 90 leiki.
Rostov-Don – Esbjerg | Laugardagur 7.nóvember kl. 15.00
- Rússneska liðið er taplaust á þessari leiktíð en liðið hefur unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli sem setur þær í þriðja sæti í riðlinum, einu stigi á eftir toppliðinu CSM.
- Esbjerg er í lengstu taphrinu félagsins í Evrópukeppni en liðið hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum.
- Rostov hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum þessara liða til þessa.
Krim – CSM Búkaresti | Laugardagur 7.nóvember kl. 17.00
- CSM eru á toppi riðilsins en liðið hefur sigrað í fjórum leikjum og gert eitt jafntefli. Með sigri að þessu sinni hafa þær unnið þrjá leiki í röð.
- Stórskyttan Cristina Neagu verður ekki með CSM í þessum leik. Hún á við smávægileg hnémeiðsli að stríða.
- Barbara Lazovic hægri skytta rúmenska liðsins er næst markahæsti leikmaður liðsins með 20 mörk. Hún mætir fyrrverandi liðsfélögum en hún spilaði með Krim í sex ár.
B-riðill
B.Dortmund – Györ | Föstudagur 6.nóvember kl.17.30, 24:34
Györ – B.Dortmund | Sunnudagur 8.nóvember kl. 13.00
- Györ er í öðru sæti riðilsins með átta stig jafnmörg stig og Odense og Brest en hefur betri markatölu.
- Dortmund er aðeins með 2 stig eftir fimm umferðir.
- Vörn þýska liðsins er sú versta í riðlinum en liðið hefur fengið á sig 155 mörk í fimm leikjum til þessa.
- Veronica Kristiansen leikmaður Györ er þriðja markahæst í Meistaradeild kvenna. Hún hefur skorað 30 mörk í fimm leikjum.
CSKA – Odense | Sunnudagur 8.nóvember kl. 13.00
- Eftir fjóra sigurleiki í röð er CSKA á toppi B-riðils með níu stig eftir fimm leiki.
- Odense missti af tækifæri til að fara í toppsæti riðilsins þegar þær töpuðu í síðustu umferð fyrir Brest en þær sitja nú í þriðja sæti riðilsins með átta stig.
- Elena Mikhaylichenko markahæsti leikmaður CSKA leikur ekki meira í Meistaradeild kvenna á þessari leiktíð þar sem hún sleit krossband í síðasta leik liðsins eins og handbolti.is sagði frá í gærmorgun.