- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Talsverðar sveiflur í leikjunum

Leikmenn CSM Bucaresti mæta unnu enn einn leikinn í Meistaradeildinni um helgina. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það var aðeins boðið uppá fjóra leiki í Meistaradeild kvenna um helgina þar sem að hinum fjórum leikjunum var frestað.  Þrír þessara leikja voru í A-riðli en aðeins einn í B-riðli.

Í Ungverjalandi áttust við heimastúlkur í FTC og Krim þar sem gestirnir voru með frumkvæðið í leiknum lengst af en í stöðunni 23-23, þegar um tólf mínútur voru eftir af leiknum kom góður kafli hjá FTC, þar sem þær skoruðu sjö mörk án þess að Krim næði að skora og lögðu þar með grunninn að góðum 32-25 sigri.

Endurheimtu lykilmenn

FTC endurheimti lykilleikmenn sína í þessum leik en þær Noemi Hafra, Katrin Klujber og Emily Bölk komu allar til baka eftir að hafa verið frá keppni í tæplega fjörutíu daga og það munaði heldur betur um þær í  sóknarleik liðsins en FTC hefur aðeins náð að skora 42 mörk samtals í síðustu tveimur leikjum sínum. Þríeykið skoraði alls 13 mörk í þessum leik en með þessum sigri hoppa þær ungversku upp í fimmta sæti riðilsins með fjögur stig. 

„Ég hafði töluverðar áhyggjur af þessum leik þar sem nokkrir af leikmönnum okkar hafa ekki spilað í tæpa fjörutíu daga. Krim komu vel undirbúnar til leiks en varnarleikur okkar var mjög agaður í seinni hálfleik og það lagði grunninn að sigri,“ sagðir Gabor Elek þjálfari FTC.

Sigurganga Metz heldur áfram

Í Frakklandi áttust við Metz og Esbjerg þar sem heimastúlkur náðu snemma forystu í leiknum og voru með fjögra marka forystu í hálfleik 18-14. Gestirnir frá Danmörku, sem voru aðeins 11 á leikskýrslu, komu miklu ákveðnari til leiks í seinni hálfleiknum þar sem leikstjórnandinn Sonja Frey fór fyrir liði sínu sem náði 8-1 kafla og komust þar af leiðandi í forystu 24-20. Þá var eins og að leikmenn Metz rönkuðu úr rotinu og settu aftur í annan gír og náðu 11-5 kafla og unnu að lokum þriggja marka sigur 31-29.

Með þessum sigri náði Metz að halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á heimavelli en þær hafa nú náð að vinna tuttugu af síðustu tuttugu og tveimur heimaleikjum sínum en síðasti tapleikur þeirra á heimavelli var gegn FTC í febrúar 2017.

Hvorki gengur né rekur

Lokaleikur A-riðils fór svo fram í Þýskalandi þegar að Bietigheim tók á móti CSM Búkaresti en gestirnir urðu fyrir áfalli daginn fyrir þennan leik þegar að stórskyttan Cristina Neagu varð fyrir hnémeiðslum á síðustu æfingu fyrir leikinn. Þrátt fyrir það áttu þær rúmensku ekki í miklum vandræðum í þessum leik og unnu nokkuð þægilegan tíu marka sigur 32-22 og eru þar með komnar í toppsæti riðilsins með 8 stig á meðan Bietigheim situr enn á botni riðilsins án stiga og virðist hvorki ganga né reka hjá liðinu þetta tímabilið.

Bietigheim hefur nú tapað sex síðustu leikjum sínum í Meistaradeildinni og í raun hafa þær aðeins unnið einn leik af síðustu sextán sem þær hafa spilað í Meistaradeildinni.  Jelena Grubisic markvörður rúmenska liðsins átti enn einn stórleikinn í þessum leik en hún varði alls 14 skot í leiknum sem gerir 45,1% markvörslu.

Gros og Toft voru stórkostlegar

Aðalleikur umferðarinnar var svo leikur Odense sem tók á móti Brest í B-riðli þar sem danska liðið átti möguleika að komast í toppsæti riðilsins. Leikmenn Brest voru þó alls ekki á þeim buxunum að hleypa þeim dönsku þangað og voru í raun mikið betri aðilinn allan leikinn og eftir aðeins nítján mínútna leik voru þær komnar í 12-4 forystu. Það voru 2 leikmenn sem fóru fyrir liði Brest í þessum leik, Ana Gros skoraði hvorki meira né minna en 14 mörk í leiknum og þá var Sandra Toft markvörður liðsins með 15 skot varin og þeirra framlag lagði grunninn að 31-24 sigri gestanna. Þetta var fyrsti sigurleikur Brest í síðustu þremur leikjum og með þessum sigri náðu þær að jafna Odense að stigum í riðlinum en þau sitja í þriðja og fjórða sæti með 8 stig.

Úrslit helgarinnar

FTC 32-25 Krim (14-14)
Markaskorarar FTC: Antje Malestein 10, Katrin Klujber 6, Emily Bölk 5, Zita Szucsanszki 4, Nadine Schatzl 2, Noemi Hafra 2, Greta Marton 2, Alica Stolle 1.
Varin skot: Blanka Bíró 8.
Markaskorarar Krim: Samara Da Silva 5, Branka Konatar 4, Oceane Sercien 3, Harma van Kreij 3, Ana Kojic 2, Hana Vucko 2, Maja Svetik 2, Natasa Ljepoja 1, Nina Zabjek 1, Matea Pletikosic 1, Tija Gomilar 1.
Varin skot: Jovana Risovic 3, Maja Vojnovic 1.

Metz 31-29 Esbjerg (18-14)
Markaskorarar Metz: Olga Perederiy 6, Louise Burgaard 4, Meline Nocandy 4, Astrid N’gouan 3, Tjasa Stanko 3, Emma Jacques 3, Jurswailly Luciano 2, Camila Micijevic 2, Laura Kanor 2, Debbie Bont 1, Orlane Kanor 1.
Varin skot: Hatadou Sako 10.
Markaskorarar Esbjerg: Mette Tranborg 8, Marit Malm Frafjord 7, Sonja Frey 5, Kristine Breistol 5, Sanna Solberg 3, Annette Jensen 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 5.

Bietigheim 22-32 CSM Búkaresti (10-14)
Markaskorarar Bietigheim: Luisa Schulze 6, Nele Reimer 4, Antje Lauenroth 3, Kim Naidzinavicius 3, Xenia Smits 2, Trine Jensen 2, Anna Loerper 1, Kim Braun 1.
Varin skot: Emily Sando 8, Valentyna Salamakha 2.
Markaskorarar CSM: Carmen Martin 7, Elizabeth Omoregie 7, Dragana Cvijic 4, Barbara Lazovic 3, Martine Smeets 3, Alexandrina Barbosa 2, Siraba Dembele 2, Crina Pintea 2, Bianca Bazaliu 1, Laura Moisa 1.
Varin skot: Jelena Grubisic 14.

Odense 24-31 Brest (12-16)
Markaskorarar Odense: Nycke Groot 4, Freja Kyndboel 4, Ayaka Ikehara 4, Helena Hageso 3, Lois Abbingh 2, Sara Hald 2, Angelica Wallen 1, Rikke Iversen 1, Anne de la Cour 1, Jessica Da Silva 1, Katja Johansen 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 7.
Markaskorarar Brest: Ana Gros 14, Coralie Lassource 4, Isabelle Gullden 2, Sladjana Pop-Lazic 2, Kalidiatou Niakate 2, Djurdjina Jaukovic 2, Pauletta Foppa 2, Amandine Tissier 1, Alicia Toublanc 1, Constance Mauny 1.
Varin skot: Sandra Toft 15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -