- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Verður Györ stöðvað í Svartfjallalandi?

Veronica Kristiansen leikmaður Györ verður í eldlínunni í dag gegn löndum sínum í Vipers. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það er ekki mikið svigrúm fyrir mistök í Meistaradeild kvenna þegar að átta bestu liðin eru eftir og berjast um sæti á Final4 helginni sem fer fram í Búdapest 29. – 30.maí. Vipers og Rostov-Don munu spila tvíhöfða um næstu helgi sem þýðir að um helgina fara fram þrír leikir. CSM Búkaresti tekur á móti nýliðum CSKA, Buducnost mætir ungverska liðinu Györ og þá mætast frönsku liðin Brest og Metz.

CSM Búkaresti – CSKA | Laugardagur 3. apríl kl 14
⦁ CSM hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum. CSKA hefur unnið einn af síðustu þremur leikjum.
⦁ CSM sigraði rúmenska liðið Valcea, 54-51 samanlagt í 16-liða úrslitunum á meðan CSKA hafði betur gegn Krim, 47-46.
⦁ Cristina Neagu leikmaður CSM hefur skorað 100 mörk í þeim 11 leikjum sem hún hefur spilað á þessari leiktíð í Meistaradeild.
⦁ Sabina Jacobsen varnarmaður CSKA lék í tvö tímabil með CSM áður en hún skipti yfir til Moskvu árið 2019.
⦁ CSKA hefur áður mætt rúmensku liði á þessari leiktíð en CSKA var með Valcea í riðli. Moskvuliðið hafði betur í báðum leikjum, 30-20 og 34-24.

Buducnost – Györ | Laugardagur 3. apríl kl 16
⦁ Þessi lið áttust einnig við í riðlakeppninni þar sem Györ vann báðar viðureignir, 34-29 á heimavelli og 26-21 á útivelli.
⦁ Györ hefur nú spilað 53 leiki í röð í Meistaradeild án taps.
⦁ Buducnost vann annað ungverskt lið í 16-liða úrslitunum, FTC. Buducnost vann, 22-19 á heimavelli en tapaði 29-28 á útivelli.
⦁ Jovanka Radicevic skoraði 16 mörk í 16-liða úrslitunum og hefur þar með skorað 82 mörk á þessari leiktíð. Veronica Kristiansen er með 76 mörk og Estelle Nze Minko 74. Þær eru markahæstu leikmenn Györ.
⦁ Bojana Popovic þjálfari Buducnost var í byrjun vikunnar ráðinn landsliðsþjálfari Svartfjallalands í kvennaflokki. Hún tók við af Dananum Kim Rasmussen.

Brest – Metz | Sunnudagur 4. apríl kl 14
⦁ Brest vonast til að komast í Final4 í fyrsta skipti í sögu sinni. Metz hefur hins vegar einu sinni komist svo langt í keppninni, 2019.
⦁ Ana Gros hægri skytta Brest er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 104 mörk. Gros lék með Metz í fjórar leiktíðir á árunum 2014-18.
⦁ Brest hefur unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli í átta heimaleikjum sínum á þessari leiktíð. Metz hefur unnið fjóra af sjö leikjum á útivelli á keppnistíðinni í Meistaradeildinni.
⦁ Þessi lið hafa mæst sautján sinnum á undanförnum fimm árum. Metz hefur unnið níu sinnum og Brest átta sinnum, þar af síðustu þrjár viðureignir. Brest vann, 30-19 og 27-22, í frönsku deildinni á þessari leiktíð.
⦁ Metz og Brest hafa mæst áður í Meistaradeildinni, tímabilið 2018/19 í riðlakeppnninni. Metz vann báða leiki liðanna nokkuð örugglega, 32-21 og 39-26.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -