- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Fyrsta tap Györ í sjö ár – Bietigheim tapar ekki

Eftir sjö ár án taps á heimavelli í Meistaradeildinni tapaði Györ í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þriðja umferð Meistaradeildar kvenna  í handknattleik fór fram um helgina þar sem að stóru tíðindin voru án efa sigur Metz á ungverska liðinu Györ, 28-24. Þetta var fyrsta tap Györ á heimavelli í sjö ár, eða frá október 2015.

Ríkjandi meistarar í Vipers sigruðu Odense á heimavelli og eru með fullt hús í A-riðli.

Mesta spennan var í leik CSM Búkaresti og Bietigheim þar sem að heimakonur í CSM náðu að jafna metin, 28-28, þegar aðeins fimm sekúndur voru til leiksloka. Þýska liðið er þar með enn ósigrað í 59 mótsleikjum í röð.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

CSM Búkaresti 28 – 28 Bietigheim (13 – 16)

  • Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir náði rúmenska liðið að snúa leiknum sér í vil með því að skora sjö mörk gegn einu í upphafi seinni hálfleiks.
  • Cristina Neagu var markahæst í liði CSM með átta mörk.
  • 58 leikja sigurgöngu Bietigheim var stöðvuð í þessum leik en engu að síður eru liðið enn ósigrað í 59 leikjum í öllum mótum frá mars 2021.
  • CSM tapaði fjórum leikum í Meistaradeildinni með einu marki á síðustu leiktíð en lukkan hefur snúist á sveif með liðinu á þessari leiktíð. Eftir þrjár viðureignir er liðið taplaust.
  • Bietigheim mistókst að jafna metið sitt yfir lengstu sigurgöngu í Meistaradeildinni.

Vipers 34 – 27 Odense (16 – 10)

  • Þrjú mörk frá línumanninum Ana Debelic og tvö frá Ragnhild Valle Dahl hjálpuðu Vipers að enda fyrri hálfleikinn með 6-2 kafla sem var vendipunktur leiksins.
  • Norska liðið hefur unnið níu leiki í röð í Meistaradeildinni. Það er félagsmet. Fyrra metið var sex leikir í röð.
  • Þetta er versta byrjun Odense í Meistaradeildinni á þeim fjórum leiktíðum sem liðið hefur tekið þátt í henni. Odense hefur tapað tveimur leikjum af þremur.
  • Ragnhild Valle Dahl var markahæst í liði Vipers með sjö mörk.
  • Þetta var stærsti sigur Vipers á dönsku liði en fyrra met var fimm marka sigur, einnig gegn Odense.

Banik Most 29 – 42 Krim (13 – 21)

  • Krim náði 10-2 kafla í fyrri hálfleik og það gaf tóninn fyrir það sem eftir kom. Jovanka Radicevic, Barbara Lazovic og Daria Dmitrieva skoruðu 10 af 13 mörkum Krim á fyrstu 18 mínútum leiksins.
  • Radicevic skoraði 6 mörk í leiknum og er nú komin með 994 mörk í Meistardeildinni. Hana vantar aðeins fjögur mörk til þess að verða annar leikmaðurinn í sögunni til að rjúfa 1.000 marka múrinn.
  • Ævintýralegur leikstíll Banik Most, sem einkennist af hröðum sóknarleik, opnaði dyrnar fyrir Krim að skora að vild. Banik Most hefur nú fengið á sig 129 mörk í þremur leikjum. Ekkert lið hefur fengið svo mörg mörk á sig í fyrstu þremur umferðunum í sögu Meistaradeildarinnar.
  • Krim hefur aldrei náð að skora meira en 41 mark í þeim 286 leikjum sem liðið hefur leikið í  Meistaradeildinni þar til nú.

FTC 20 – 21 Brest (9 – 12)

  • Cleopatre Darleux markvörður Brest hóf leikinn á því að verja fyrst þrjú skot ungverska liðsins sem lagði grunn að 4-0 forskoti eftir fimm mínútna leik.
  • FTC náði að koma til baka með góðum 4-0 kafla og minnkaði muninn niður í eitt mark undir lok fyrri hálfleiks.
  • Franska liðið treysti mjög á Djurdjinu Jaukovic í sóknarleik sínum. Hún skoraði átta af 12 fyrstu mörkum liðsins.
  • Jaukovic skoraði 12 mörk í leiknum en það er í annað sinn sem hún skorar meira en tíu mörk í leik á ferlinum.
  • Síðast þegar að FTC hóf Meistaradeildina með tveimur tapleikjum náði liðið ekki að komast upp úr riðlakeppninni.
  • Þetta var fyrsti sigurleikur Brest á leiktíðinni.

Staðan:LSJTMarkat.Stig
Vipers330092 – 726
Bietigheim3210114 – 715
CSM Búkarest321091 – 825
Odense310291 – 832
Krim310291 – 862
Brest310271 – 842
FTC310267 – 842
Banik Most300374 – 1290

B-riðill:

Lokomotiva Zagreb 24 – 25 Buducnost (14 – 13)

  • Það var allt annað að sjá til króatíska liðsins í þessum leik en gegn Storhamar um síðustu helgi.
  • Eftir mjög jafna byrjun þá náðu gestirnir í Buducnost 9-6 forystu á 17. mínútu.
  • Hin tvítuga Klara Birtic skoraði fjórtánda mark króatíska liðsins og tryggði þeim eins marks forystu, 14-13, í hálfleik.
  • Bæði lið áttu í erfiðleikum með að ná yfirhöndinni í seinni hálfleik en að lokum vóg reynsla leikmanna Buducnost meira og þær náðu að tryggja sér bæði stigin úr leiknum.
  • Lena Ivancok markvörður króatíska liðsins varði níu skot á meðan Armelle Attingré markvörður Buducnost var með átta skot varin.

Györ 24 – 28 Metz (14 – 18)

  • Eftir að franska liðið náði tveggja marka forystu, 7-5, eftir 10 mínútna leik fór allt úr skorðum hjá ungverska liðinu þar sem að það skoraði ekki að skora mark í níu mínútur.
  • Sandra Toft markvörður Györ varði átta skot í fyrri hálfleik. Góð framistaða hennar náði þó ekki að hjálpa ungverska liðinu við að minnka muninn.
  • Metz náði mest sjö marka forystu í leiknum. Leikmenn Györ reyndu hvað þeir gátu  til að minnka muninn en mörg mistök af þeirra hálfu kom í veg fyrir það.
  • Györ náði loks að laga sóknarleikinn hjá sér síðustu 10 mínúturnar en það var um seinan til að koma í veg fyrir tap.
  • Chloé Valentini var markahæst í liði Metz með sjö mörk.

Kastamonu 26 – 33 Rapid Búkaresti (12 – 15)

  • Kastamonu byrjaði vel með góðum varnarleik sem hjálpaði liðinu við að skora auðveld mörk. Leikmenn Rapid gerðu sig seka um mörg mistök á sama tíma.
  • Þrjú mörk í röð frá Rapid varð til þess að liðið jafnaði metin, 9:9.
  • Tyrkneska liðið náði ekki að skora í tíu mínútur síðla í fyrri hálfleik. Rúmenska liðið náði á þeim tíma fimm marka forskoti.
  • Heimakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 22-23.
  • Tyrkneska liðið gerði allt sem það gat til þess að næla í fyrstu stigin í Meistaradeildinni, spiluðu m.a. 7 á 6. Allt kom fyrir ekki og 17. tapið í röð í Meistaradeildinni varð staðreynd.

Esbjerg 35 – 25 Storhamar (21 – 10)

  • Esbjerg byrjaði leikinn af krafti og komst fljótlega í 4-0 forystu. Það tók gestina sex mínútur að skora fyrsta markið í leiknum.
  • Storhamar átti í miklum vandræðum í sóknarleiknum og var með undir 50% sóknarnýtingu.  Á sama tíma var Esbjerg með um 80% sóknarnýtingu.
  • Hægri skyttan Maja Jakobsen skoraði 9 mörk fyrir Storhamar.
  • 11 af 12 útileikmönnum Esbjerg náðu að skora í leiknum.

Staðan:LSJTMarkat.Stig
Metz321091 – 785
Rapid Búkarest321096 – 855
Györ320199 – 824
Esbjerg320192 – 794
Buducnost320188 – 794
Storhamar310284 – 792
Lok.Zagreb300364 – 930
Kastamonu300378 – 1170
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -