- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Mørk skoraði 13 mörk í stórleiknum í Esbjerg

Leikmenn Györ unnu stórsigur á heimavelli í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna í handknattleik rúllaði af stað um helgina með átta leikjum. Ríkjandi meistarar í Vipers Kristiansand fóru vel af stað og vann franska liðið Brest örugglega á heimavelli 31-24. Stærstu tíðindi helgarinnar voru líklega þau að Bietigheim vann sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í 22 mánuði. Þýsku meistararnir unnu Banik Most frá Tékklandi, 46-23. Buducnost sigraði Kastamonu og þar með lengdist enn í taphrinu tyrkneska liðsins. Umferðinni lauk með stórleik Esbjerg og Györ þar sem að þær ungversku fóru með sigur af hólmi 31-29 í  æsispennandi leik.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

FTC 27 – 23 Odense (12-12).

  • FTC byrjaði leikinn af miklum krafti og komst snemma í 5-1 forystu.
  • Danska liðið náði að vinna sig inní leikinn og þar munaði mestu um frammistöðu Altheu Reinhardt, markvarðar. Hún var með 42,1% markvörslu í fyrri hálfleik.
  • Kinga Janurik markvörður FTC átti einnig skínandi leik. Hún varði alls 12 skot eða 35% og var stöðugt að valda leikmönnum Odense erfiðleikum.
  • Angela Malestein vinstri hornamaður FTC var markahæst með 7 mörk.
  • Nömi Hafra fyrrverandi liðsmaður FTC  náði aðeins að skora eitt mark fyrir Odense.
Dione Housheer leikmaður Odense t.h. sækir á Zsuzsanna Tomori leikmann FTC í viðureign liðanna í Búdapest í gær. Mynd/EPA

Vipers 31 – 24 Brest (18-13).

  • Viðsnúningur leiksins varð á milli átjandu og tuttugustu og fjórðu mínútu þegar að Vipers skoraði sex mörk gegn engu og breytti stöðunni úr 9-10 í 15-11.
  • Mikilvægasti leikmaðurinn á síðustu leiktíð, Marketa Jerabkova, var frábær í leiknum.  Hún var markahæst hjá Vipers með níu mörk.
  • Næst leikreyndasti leikmaðurinn í Meistaradeild kvenna á þessari leiktíð, Katrine Lunde, sýndi að hún er ennþá einn besti markvörðurinn í kvennahandboltanum. Lunde varði 16 skot, 42%.
  • Djurdjina Jaukovic, vinstri skytta franska liðsins er kominn aftur eftir að hafa verið meidd allt síðasta tímabil. Hún var markahæst í liði Brest með sex mörk.
  • Norska liðið er sem fyrr sterkt á heimavelli. Vipers hefur aðeins tapað tveimur heimaleikjum á síðustu tveimur leiktíðum í Meistaradeildinni.

Banik Most 23 – 46 Bietigheim (12-23).

  • Með þremur mörkum frá danska hornamanninum Trine Østergaard Jensen, þá náði Bietigheim 12-3 kafla og komust í forystu, 14-5, eftir aðeins níu mínútna leik.
  • Østergaard Jensen skoraði einnig fimmta mark þýska liðsins í leiknum. Það var þúsundasta markið í sögu liðsins í Meistaradeild kvenna.
  • Þetta var í fyrsta sinn á fjórum leiktíðum í Meistaradeildinni sem að Bietigheim tekst að vinna  fyrsta leikinn á leiktíðinni.
  • Allir útileikmenn þýska liðsins náðu að skora í leiknum. Veronika Mala varð markahæst með átta mörk.
  • Með því að skora 46 mörk skráir Bietigheim sig í sögubækurnar með því að skora næst flest mörk í einum leik keppninnar. Metið á Vardar Skope sem skoraði 47 mörk gegn Krim fyrir nokkrum árum.

CSM Búkaresti 30 – 28 Krim (17-19).

  • Með þremur mörkum í röð frá Grace Zaadi í upphafi seinni hálfleik náði CSM 7-2 kafla og þar með undirtökum í leiknum.
  • Jovanka Radicevic skoraði níu mörk í fyrir  Krim. Hún hefur þar með skorað 987 mörk í Meistaradeildinni.
  • Daria Dmitrieva átti góðan leik fyrir Krim og skoraði sex mörk úr fyrstu sex skotunum sínum í leiknum og alls níu mörk þegar upp var staðið.
  • Grace Zaadi var markahæst í liðið CSM með átta mörk, öll í seinni hálfleik.
  • Þetta er sjöunda árið í röð sem að CSM vinnur fyrsta leikinn sinn í Meistaradeildinni.

B-riðill:

Kastamonu 27 – 40 Buducnost (13-20).

  • Buducnost byrjaði leikinn mun betur. Armelle Attingré átti góðan leik í markinu en tyrkneska liðið náði þó að koma til baka og minnka muninn niður í þrjú mörk um miðjan hálfleik.
  • Góð frammistaða hjá Milenu Raicevic og Mateu Pletikosic milli á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleok hjálpaði svartfellska liðinu að vera með sjö marka forystu í hálfleik.
  • Katarina Jezic var markahæst í liði Kastamonu með átta mörk en hún var með 100% skotnýtingu í leiknum.
  • Tyrkneska liðið hefur nú tapað 15 leikjum í röð í Meistaradeild kvenna.

Lokomotiva Zagreb 27 – 31 CS Rapid Búkaresti (12-16).

  • Lokomotiva, sem er með yngsta liðið í Meistaradeildinni á þessari leiktíð, fór vel af stað og hafði frumkvæðið fyrstu sjö mínútur leiksins. Mestu munaði um frammistöðu Tenu Petika og Lenu Ivancok.
  • Rapid Búkaresti náði svo góðum fimm marka kafla og sneri leiknum sér í vil.
  • Rúmenska liðið hafði yfirhöndina í seinni hálfleik þar sem að þær Alexandra-Diana Badea og Ivana Kapitanovic voru markahæstar með sjö mörk hvor.
Svíin Linn Blohm á auðum sjó eftir að hafa snúið af sér tvo leikmenn Esbjerg. Mynd/EPA

Esbjerg 29 – 31 Györ (13-13).

  • Það var jafnt á öllum tölum þar til á 16. mínútu leiksins þegar að ungverska liðið náði að skora þrjú mörk í röð og forystu í fyrsta sinn. Frábær frammistaða Silje Margarheta Solberg í marki Györ hafði mikið að segja.
  • Danska liðið neitaði að gefast upp og náði að jafna metin, 13-13, áður flautað var til hálfleiks.
  • Liðin skiptust á að hafa forystuna í seinni hálfleik og allt stefndi í spennandi lokamínútur.
  • Györ var sterkari á lokakafla. Sandra Toft átti nokkrar góðar markvörslur í markinu í seinni hálfleik.
  • Kristine Breistol var næst markahæst hjá Esbjerg með sex mörk.
  • Nora var sínum gömlu liðsfélögum erfið. Hún skoraði 13 mörk.

Metz 32 – 22 Storhamar (21-9).

  • Tamara Horacek kom Metz í 5-2 en það var sögulegt mark því að það var mark númer 4.200 hjá franska liðinu í Meistaradeild kvenna.
  • Storhamar gekk erfiðlega að finna svör gegn gríðarlega öflugum varnarleik franska liðsins og tókst m.a. ekki að skora í 12 mínútur.
  • Metz náði 6-0 kafla um miðjað fyrri hálfleik og það gaf tóninn fyrir það sem koma skildi.
  • Maja Jakobsen var markahæst í liði Storhamar með átta mörk.
  • Axel Stefánsson er annar þjálfari Storhamar.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -