- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Reistad tryggði Esbjerg sigur á Vipers í Kristiansand

Yvette Broch og Nze Minko leikmenn Györi hafa augu á boltanum eins og Ivana Godec leikmaður Buducnost sem er á milli þeirra. Györi vann stórsigur á Buducnost í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórða umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina. Á laugardaginn var boðið uppá skandinavískan slag af bestu gerð þegar danska liðið Esbjerg gerði sér lítið fyrir og lagði ríkjandi Evrópumeistara í Vipers Kristiansand 38 – 37.

Norska landsliðskonan Henny Reistad skoraði sigurmark Esbjerg á síðustu sekúndu leiksins sem fram fór í Kristiansand. Vipers hefur þar með tapað tveimur af fjórum fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni.


Ungverska liðið FTC og Rapid Búkarest áttust við í leik umferðarinnar þar, FTC fór betur af stað og náði meðal annars sex marka forskoti. Rúmenska liðið kom af krafti til baka og lauk leiknum með jafntefli, 24 – 24.

Danska liðið Odense sigraði ungverska liðið DVSC, 33 – 30, og hefur þar með unn þrjá leiki í röð. Þýska meistaraliðið Bietigheim hélt áfram sigurgöngu sinni. Bietigheim lagði Brest að velli, 34 – 30. Karolina Kudlacz-Gloc átti stórleik og skoraði 14 mörk. Lokaleikur laugardagsins var viðureign Metz og Lubin. Fáum að óvörum vann Metz stórsigur, 42 – 26.

Bojana Popovic þjálfari Buducnost og Novak Riostovic aðstoðarþjálfari eiga ærinn starfa fyrir höndum með liðið. Mynd/EPA

Sex lið luku svo umferðinni með þremur leikjum í gær. CSM Búkarest vann auðveldan útisigur gegn Sävehof, 41 – 26. Györ átti einnig frekar þægilegan dag gegn Buducnost á heimavelli, 37-19.

Mesta spennan var í viðureign Ikast og Krim þar sem jafnt var á nánast öllum tölum allt þar til í lokin að Markéta Jerábková tryggði danska liðinu sigurinn, 33 – 32, með marki á loka andartökum viðureignarinnar.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:
Bietigheim 34 – 30 Brest (17 – 16).
Odense 33 – 30 DVSC (17 – 14).
Sävehof 26 – 41 CSM Búkarest (11 – 22).
Györ 37 – 19 Buducnost (23 – 8).

Standings provided by Sofascore

B-riðill:
FTC 24 – 24 Rapid (14 – 10).
Vipers Kristiansand 37 – 38 Esbjerg (15 – 20).
Metz 42 – 26 Lubin (22 – 10).
Ikast 33 – 32 Krim (14 – 18).

Standings provided by Sofascore

Fimm bestu mörk fjórðu umferðar:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -