- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Þráðurinn tekinn upp á nýju ári

Leikmenn CSM Búkaresti fagna eftir sigur á Vipers skömmu fyrir jól. Rúmenska liðið fer til Tékklands í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna hefst aftur á nýju ári um helgina og hvað er betra en að byrja árið 2023 á leik Metz og Esbjerg en þessi lið eru á toppi B-riðils. Viðureignin er einmitt leikur umferðarinnar að mati EHF.  Györ og Rapid Búkarest vonast til að halda sigurgöngu sinni áfram á meðan að leikmenn Lokamotiva horfa til þess að ná í sín fyrstu stig í leik við Kastamonu.

Í A-riðli mætir toppliðið CSM Búkaresti tékkneska liðinu Banik Most. Á meðan stendur baráttan um sjötta sætið í riðlinum á milli liðanna Krim og Brest.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

Banik Most – CSM Búkaresti | Laugardagur  kl. 15 | Beint á EHFTV

  • CSM mætir til leiks með þrjá sigurleiki í röð og eru á toppi riðilsins með tveggja stiga forystu á Vipers.
  • Banik Most hefur tapað 12 leikjum í röð og er aðeins fjórum tapleikjum frá að bæta hið vafasama met um lengstu taphrinu liðs í sögu Meistaradeildarinnar. Metið á Krim frá nóvember 2014 til október 2016.
  • Cristina Neagu vinstri skytta CSM hefur skorað 66 mörk til þessa og er markahæst í Meistaradeildinni ásamt Katrinu Klujber leikmanni FTC. Neagu vantar aðeins 24 mörk til að rjúfa þúsund marka múrinn í Meistaradeildinni.
  • Sigur hjá CSM þýðir að liðið verður tíunda liðið til þess að vinna 70 leiki í Meistaradeildinni, og það í aðeins 120 leikjum.

Odense – Brest | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV

  • Odense er á lengstu sigurgöngu sinni í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið fimm leiki í röð.
  • Sigurgangan hófst í október þegar að Odense  vann Brest nokkuð óvænt á útivelli, 25 – 21.
  • Aðeins Metz og Györ hafa fengið á sig færri mörk en danska liðið til þessa. Odense hefur  fengið á sig 228 mörk eða 25,3 mörk að meðaltali í leik.
  • Heimakonur hafa aðeins tapað einum heimaleik á leiktíðinni, gegn CSM Búkaresti. Á sama tíma hefur Brest aðeins náð að sigra í einum útileik í vetur. Franska liðið er í mikilli baráttu um að ná sjötta sætinu í riðlinum en það er síðasta sætið sem gefur farseðil í útsláttarkeppnina.

Vipers – FTC | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV

  • Eftir að hafa tapað gegn CSM í lokaleik ársins 2022 halda Evrópumeistarar Vipers aftur á heimavöll sinn þar sem þeir eru ósigraðar á keppnistímabilinu.
  • Marketa Jerabkova vinstri skytta norska liðsins hefur átt frábært tímabil til þessa. Hún hefur skorað 65 mörk og er þriðja markahæst í Meistaradeildinni.
  • Ungverska liðinu hefur gengið upp og ofan á útivelli í vetur. Það vann Banik Most og Krim en tapaði hins vegar fyrir CSM Búkaresti og Bietigheim.
  • Leikmenn FTC vonast til þess að þetta verði 110 sigur liðsins í Meistaradeildinni.
  • Liðin hafa verið saman í riðli síðustu þrjú tímabil í Meistaradeildinni. Hvort lið hefur unnið þrjár viðureignir og einu sinni hafa þau skilið með skiptan hlut.

Krim – Bietigheim | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Krim hefur minnkað muninn á milli sín og Brest niður í eitt stig en liðin eru að kljást um sjötta sætið í riðlinum.
  • Eftir að hafa verið ósigrað í 64 leikjum hefur þýska liðið tapað fjórum leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • Antje Döll og Danick Snelder eru enn frá vegna meiðsla í liði Bietigheim sem endurheimtir þær Kerstin Kundig og Ross Dalemann úr meiðslum fyrir þennan leik.
  • Þetta verður 50. leikur þýska liðsins í Meistaradeild kvenna. Af þeim hefur liði unnið 11.
  • Krim hefur ekki gengið sem skildi á heimavelli í Meistaradeildinni í vetur og aðeins sigrað í einum leik á heimavelli, gegn Brest.

B-riðill:

Györ – Storhamar | Laugardagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Liðin hafa aðeins mæst einu sinni áður, í fimmtu umferð. Györ vann örugglega, 35 – 21.
  • Storhamar hefur tapað fimm leikjum í röð í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur var í október gegn Kastamonu.
  • Ungverska liðið er enn á meðal þriggja efstu liða í riðlinum þrátt fyrir tvo tapleiki gegn Rapid Búkaresti og Metz.
  • Linn Blohm og Ana Gros hafa skorað 34 mörk fyrir Györ í vetur. Hjá Storhamar er Maja Jakobsen markahæst með 51 mark.
  • Györ er með næst bestu vörnina í Meistaradeildinni til þessa. Liðið hefur fengið á sig 221 mark, tveimur fleiri en Metz.

Lokomotiva – Kastamonu | Sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV

  • Kastamonu hefur aðeins unnið einn leik af 23 í Meistaradeildinni. Það var einmitt gegn Lokomotiva í fimmtu umferð.  Króatíska liðið vonast enn eftir sínum fyrstu stigum á þessum vetri.
  • Liðin reka lestina í riðlinum.
  • Katarina Jezic línumaður Kastamonu er markahæst í liðinu með 47 mörk. Hún er fyrrverandi leikmaður Lokomotiva.

Rapid Búkaresti – Buducnost | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Rapid er á sigurgöngu eftir tvo sigurleiki í röð á meðan sigurganga Buducnost var stöðvuð af Györ í síðustu umferð.
  • Fyrri leikur liðanna var hnífjafn og lauk með jafntefli 30 – 30.
  • Rúmenska liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíðinni,  gegn Györ. Rapid er með 14 stig eins og Györ og Esbjerg. 
  • Armelle Attingré markvörður Buducnost er sem stendur með flest varin skot í Meistaradeildinni,  112.
  • Þetta er 300. leikur Buducnost í Meistaradeild kvenna.

Metz – Esbjerg | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Metz hefur aðeins tapað einum leik í Meistaradeildinni á leiktíðinni, gegn Esbjerg, 35 – 28.
  • Bæði lið eru á sigurgöngu um þessar mundir. Metz hefur unnið fjóra leiki í röð á meðan Esbjerg hefur haft betur í fimm leikjum í röð.
  • Henny Reistad er markahæst í liði Esbjerg með 61 mark. Hjá Metz er Bruna de Paula markahæst með 55 mörk.
  • Emmanuel Mayonnade þjálfari Metz framlengdi samning sinn við félagið á dögunum til ársins 2024.
  • Þetta er í sjötta sinn sem að liðin mætast. Metz hefur unnið þrisvar og Esbjerg tvívegis. 
  • Þetta er 170. leikur Metz í Meistaradeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -