- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeild: Rússar leggja allt í sölurnar

Grace Zaadi nýr leikmaður Rost-Don, rússneska meistaraliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna hefst laugardaginn 12. september og við á handbolti.is höldum áfram þessa viku við að kynnast þeim 10 liðum sem við teljum munu berjast um að komast í Final4 úrslitahelgina í Búdapest í maí.  Nú er komið að rússneska liðinu Rostov-Don og franska liðinu Brest.

Rostov-Don

Í heimalandinu vinnur liðið hvern titilinn á fætur öðrum en þeim dreymir um að vinna titla á stóra sviðinu og munu án efa gera sitt allra besta til að ná að upplifa þann draum á komandi leiktíð. Liðið hefur á undanförnum árum verið að byggja upp stórveldi í kvennaboltanum með því að fá til liðs við sig nokkrar af bestu leikmönnum heims sem og þjálfurum til þess að styðja við þær ungu sem eru uppaldar í félaginu. Þrátt fyrir það hefur Rostov Don  ekki náð að landa þeim stóra ennþá þó að liðið hafi þó komist nálægt því árið 2019 þegar þær fóru alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar fyrir Györ með einu marki. Liðið varð þó fyrir óvæntu áfalli nú rétt fyrir að tímabilið hófst þegar að hinn þrautreyndi þjálfari liðsins, Ambros Martin, ákvað að hætta af fjölskylduástæðum. Ekki síðri þjálfari tók við keflinu, hinn sænski Per Johansson en hann þjálfar einnig landslið Svartfjallalands. Rússneska liðið er til alls líklegt í Meistaradeild kvenna í ár.  

Lykilleikmaðurinn:   Grace Zaadi

Eftir að hafa verið í herbúðum Metz í tíu ár ákvað þessi frábæri leikmaður að skipta um umhverfi og fá nýja áskorun og spila fjarri heimahögum í fyrsta skipti á hennar ferli. Það er hreinlega krafa á þessa  27 ára frábæru handknattleikskonu,  sem hefur verið fyrirliði Metz og jafnframt unnið bæði heims- og Evrópumeistara titla með franska landsliðinu, að hún verði lykilleikmaður liðsins.

Julia Managarova, fyrirliði Rostov-Don. Mynd/EPA

Hvernig meta þær eigin getu?

Líkt og áður þá vantar ekkert uppá metnaðinn hjá leikmannahópi Rostov-Don. Julia Managarova fyrirliði liðsins fór yfir það í hverju metnaðurinn liggur. „Okkur virkilega langar til þess að vinna Meistaradeildina. Við fengum ekki tækifæri til þess á síðustu leiktíð þar sem lokaleikjunum var frestað. Núna ætlum við okkur að koma með titilinn heim til Rússlands en við vitum líka að það verður ekki auðvelt þar sem styrkleikar andstæðinga okkar aukast með hverju árinu sem líður.”

Komnar / Farnar:

Komnar: Grace Zaadi (Metz Handball), Katarina Krpez Slezak (Erd), Anna Lagerquist (Nykøbing Falster Håndboldklub), Viktoriya Kalinina (Kuban).
Farnar: Ana Paula Rodrigues Belo (Chambray), Lois Abbingh (Odense), Marina Sudakova (CSKA Moscow), Anna Sedoykina (CSKA Moscow), Irina Nikitina (Astrakhanochka), Valeriia Maslova (Buducnost), Julia Behnke (FTC-Rail Cargo Hungaria), Regina Kalinichenko (hætt), Maya Petrova (hætt).

Brest

Á undanförnum árum hefur liðið bætt sig á hverju ári í Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð náði liðið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum en leiktíðin var blásin af eins og allir vita.  Nú hefur Laurent Bezeau, þjálfari liðsins sett sér það markmið að það verði í hóp átta bestu liða Evrópu en með lið eins og Györi, Buducnost og CSKA í riðlinum gæti verkefnið orðið strembið. „Í ár er stefnan sett á átta liða úrslit og svo í framhaldinu að ná inní Final4.“ Þessi yfirlýsing Laurent Bezeau kann að vera hástemmd þar sem liðið hefur oft verið með fleiri stjörnur innanborðs. Hugsanlega eru færri stjörnur og meiri samheldni einmitt það sem liðið þarf til þess að ná þessu langþráða markmiði sínu.

Danski markvörðurinn Sandra Toft. Mynd/EPA

Lykilleikmaður:  Sandra Toft:

Danski landsliðsmarkvörðurinn lét ljós sitt svo sannarlega skína á síðustu leiktíð og reynsla hennar og góð markvarsla var einmitt þar sem liðinu hafði vantað fram til þessa. Hún sýndi fólki hvers vegna hún var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar árið 2015 þegar hún spilaði með norska liðinu Larvik. Það er ljóst að hún verður mikilvægt púsl í því að franska liðið nái loksins alla leið inn í Final4 úrslitahelgina í Búdapest.

Hvernig meta þær eigin getu
?

Auðmýkt er aðalsmerki Brest og leikmennirnir vita að til þess að ná markmiðum sínum þurfa þeir að leggja enn harðar að sér. „Það er ekki auðvelt að sýna sama stöðugleika og í fyrra en það er það sem allir ætlast til af okkur,“ sagði Coralie Lassource fyrirliðið liðsisns.

Að hafa aðeins sex erlenda leikmenn í leikmannahópnum er ekki mikið þegar að kemur að Brest. Á meðan flest lið reyndu að styrkja raðirnar með því að fá til sín leikmenn frá öðrum liðum ákváðu forráðamenn Brest að treysta á heimakonur. Í sumar voru aðeins tveir af þeim fjórum leikmönnum sem gengu til liðs við liðið frá liðum utan Frakklands. Stærstu félagaskipti þeirra voru þegar Djurdjina Jaukovic  gekk til liðs við félagið frá Buducnost.

Komar / Farnar:

Komnar: Laurène Catani (Toulon Saint-Cyr), Tonje Loseth (Herning-Ikast), Djurdjina Jaukovic (Buducnost), Amandine Lagattu (úr yngri flokkum).

Farnar: Laurie Fontaine-Carretero (Nantes), Marta Mangué (Bourg-de-Péage), Shenia Minevskaja (Ramnicu Valcea), Gaëlle Le Hir (hætt).

Djurdjina Jaukovic, nýr leikmaður Brest. Mynd/EPA

Fyrri greinar þar sem farið er yfir þau lið sem þykja sigurstrangleg

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -