Evrópumeistarar Frakklands slógu tvö met og jöfnuðu annað þegar liðið vann Portúgal 46:38 í milliriðli 1 á Evrópumóti karla í Herning í Danmörku í gær.
Eins og handbolti.is greindi frá í gær var markamet í úrslitakeppni EM sett í leiknum en skoruð voru 84 mörk. Fyrra met var frá upphafsdögum mótsins þegar Slóvenar lögðu Svartfellinga, 41:40.
Frakkar fóru illa með Portúgala
Franska landsliðið jafnaði einnig eigið met yfir fjölda marka hjá einu liði með því að skora 46 mörk í leiknum en liðið skoraði einnig 46 mörk gegn Úkraínu í riðlakeppni EM, 46:26.
Frakkland sló eitt met til viðbótar í leiknum en staðan var 28:15 í hálfleik. Ekkert lið hefur jafn mörg mörk og Frakkland í fyrri hálfleik í sögu Evrópumótsins.


