- Auglýsing -
- Auglýsing -

Miðasala á HM kvenna – ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Rétt rúmir tveir mánuðir eru þangað til íslenska landsliðið í handknattleik hefur leik á heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember. Íslenska landsliðið verður í riðli með landsliðum Angóla, Frakklands og Slóveníu. Leikirnir fara fram í Stavangri 30. nóvember, 2. og 4. desember.


Ekki er ráð nema í tíma sé tekið stendur einhverstaðar. Nú er svo sannarlega heillaráð að huga að ferð til Stavangurs í upphafi aðventu og styðja við bakið á íslenska landsliðinu, sjá um leið handbolta í heimsklassa.

Stuðningurinn við karlalandsliðið á undanförnum stórmótum hefur verið frábær. Nú er komið að því að flykkja sér á bak við kvennalandsliðið sem er að ryðja sér braut á meðal bestu landsliða heims.

Hlekk á miðasöluna má finna hér fyrir neðan, smellið á viðkomandi leik.

Ísland – Slóvenía.

Ísland – Frakkland.

Ísland – Angóla.

Leikir Íslands í D-riðli HM:
30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17.
2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17.
4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17.
Íslenskir leiktímar.
- Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
- Eftir riðlakeppnina heldur íslenska landsliðið áfram keppni annað hvort í Þrándheimi í Noregi ellegar í Frederikshavn í Danmörku.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -