- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mig langar byrja mótið vel og vinna Slóveníu

Hildigunnur Einarsdóttir verður utan liðsins í dag gegn Paragvæ en Katrín Tinna Jensdóttir kemur í hennar stað. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum spenntar fyrir að hefja keppni eftir að hafa beðið lengi eftir að stundin renni upp,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir næst leikreyndasta landsliðskona íslenska hópsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik þegar handbolti.is hitti hana að máli. Hildigunnur leikur í dag sinn 99. landsleik þegar íslenska landsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu með leik við Slóvena í Stafangri. Leikurinn hefst klukkan 17.

Þetta er raunverulega að gerast

„Allt frá því í sumar þá höfum horft á þetta markmið nálgast. Eftir þátttökuna á æfingamótinu í kringum síðustu helgi þá fann maður að eftirvæntingin var að aukast. Þetta er raunverulega að gerast. Mótið gerði okkur gott. Spennan er góð innan hópsins. Ég met að það sé alveg á réttum styrk,“ sagði Hildigunnur ennfremur.

Ég hef ekki séð Slóvena spila í nokkur ár. Mér er bara alveg sama um hvernig þær eru. Mig langar bara að vinna þær.

Þrátt fyrir að leikirnir hafi tapast þá voru jákvæðu teiknin mörg að mati Hildigunnar. „Í hverjum leik tókst okkur að bæta einhverju góðu við og draga lærdóm af öðru. Nú verðum við að halda áfram, taka fleiri skref fram á við og m.a. lengja góðu kaflana okkar.“

Við lékum okkur oft

Á mótinu voru svokallaðir tæknifeilar á tíðum margir auk þess sem nýtingin var ekki eins og best á kosið í öllum leikjum. „Við lékum okkur oft í góð færi. Ég veit að það hægt að lagfæra margt að því sem miður fór.“

Skýrt markmið

Hildigunnur er alveg með sín markmið á hreinu sólarhring áður en flautað verður til fyrsta leiks Íslands á EM. „Ég vil vinna bæði Slóveníu og Angóla. Ég hef ekki séð Slóvena spila í nokkur ár. Mér er bara alveg sama um hvernig þær eru. Mig langar bara að vinna þær.


“Við lékum okkur oft í góð færi. Ég veit að það hægt að lagfæra margt að því sem miður fór.”


Hinsvegar þá horfi ég bara á einn leik í einu. Í dag dettur mér ekki í hug að velta fyrir mér hugsanlegum úrslitaleik við Angóla á mánudaginn. Fram að þeim leik eigum við eftir að spila tvisvar sinnum. Mig langar bara byrja mótið vel og vinna Slóveníu. Í bili horfi ég ekki lengra. Slóvenar eru alveg örugglega með mjög sterkt lið. Mér er bara slétt sama. Ég vil bara vinna þær,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is.

Hverjar eru konurnar 18 í fyrsta HM-hópnum í 12 ár?

Leikir Íslands á HM:
30. nóvember: Slóvenía - Ísland, kl. 17.
2. desember: Ísland - Frakkland, kl. 17.
4. desember: Angóla - Ísland, kl. 17.
- Leikið verður í Stavanger Idrettshall (DNB-Arena) sem rúmar 4.100 áhorfendur í sæti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -