- Auglýsing -

Mikið sterkari í síðari hálfleik – uppgjör við Sviss

- Auglýsing -


17 ára landslið kvenna í handknattleik fylgdi sigrinum á Norður Makedóníu í gær eftir með öðrum sannfærandi sigri í dag á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje. Að þessu sinni vann íslenska liðið það norska með fimm marka munu, 30:25. Þar með mætir íslenska liðið landsliði Sviss í úrslitaleik um efsta sæti B-riðils á morgun klukkan 16.15.


Sviss hefur einnig unnið tvær fyrstu viðureignir sínar á mótinu og hefur á að skipa öflugu liði sem vann Opna Evrópumót 16 ára landsliða í Gautaborg fyrir ári.

Íslenska liðið var með frumkvæðið allan leikinn. Norska liðið var aldrei langt undan og svo fór að eftir 30 mínútna leik var staðan jöfn, 12:12.

Sigrinum á norska liðinu fagnað með góðum hópi fólks sem fylgdi íslenska hópnum á Ólympíuhátíðina í Skopje. Ljósmynd/HSÍ

Strax í upphafi síðari hálfleiks tóku íslensku stúlkurnar af skarið og náðu þriggja til fjögurra marka forskoti sem norsku stúlkurnar náðu aldrei að vinna niður. Tíu mínútum fyrir leikslok var Ísland sex mörkum yfir, 25:19.

Danijela Sara Björnsdóttir var frábær í íslenska markinu og varði 17 skot, 40% hlutfallsmarkvarsla.

Díana Guðjónsdóttir þjálfari fer yfir málin með stúlkunum fyrir leikinn. Ljósmynd/HSÍ


Mörk Íslands: Eva Steinsen Jónsdóttir 6, Ebba Guðríður Ægisdóttir 6, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3, Laufey Helga Óskarsdóttir 3, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Roksana Jaros 2, Klara Káradóttir 1, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1.

Varin skot: Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 17.

Úrslit dagsins:

A-riðill:
Frakkland – Holland 27:28.
Þýskaland – Ungverjaland 33:14.
Staðan: Holland 4 stig, Þýskaland 3, Frakkland 1, Ungverjaland 0.

B-riðill:
Sviss – Norður Makedónía 33:20.
Ísland – Noregur 30:25.
Staðan: Sviss 4 stig, Ísland 4, Noregur 0, Norður Makedónía 0.

Endurgjaldslausar útsendingar frá hátíðinni eru á https://eoctv.org/.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -