- Auglýsing -
- Auglýsing -

Miskevich semur við ÍBV til næstu tveggja ára

Pavel Miskevich markvörður ÍBV. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Markvörðurinn Pavel Miskevich hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Miskevich, sem er Hvít-Rússi, kom til liðs við ÍBV um síðustu áramót og samdi þá bara til loka þessarar leiktíðar. Í ljósi góðrar reynslu af síðustu mánuðum hafa Eyjamenn séð þann kost vænstan að tryggja sér krafta Miskevich næstu tvö ár.

Miskevich lék afar vel í gærkvöld þegar ÍBV vann FH í fyrsta undanúrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, 31:27, í Kaplakrika.

Miskevich, sem er 25 ára gamall, kom til ÍBV frá spænska liðinu San Jose Lanzarote, einna Kanaríeyja.

„Við erum afar ánægð með að tryggja okkur krafta Pavels áfram og hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs,“ segir m.a. í tilkynningu ÍBV í gærkvöld.

Ár eftir hjá Jokanovic

Markvörðurinn Petar Jokanovic, sem verið hefur hjá ÍBV frá 2019, er með samning við félagið til eins árs í viðbót. Honum líkar vel lífið í Vestmannaeyjum. Saman munu Miskevich og Jokanovic áfram mynda öflugt markvarðapar hjá ÍBV eins og þeir hafa gert síðustu mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -