- Auglýsing -
Aroni Degi Pálssyni og samherjum í Alingsås mistókst að sitja einir að öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þeir töpuðu á heimavelli fyrir IFK Ystads, 31:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 16:12.
Aron Dagur skoraði eitt mark úr fimm skotum, átti eina stoðsendingu auk þess að tapa boltanum einu sinni.
Alingsås situr þar með ásamt hinu Ystads-liðinu, Ystads IF, í öðru til þriðja sæti með 9 stig eftir sjö leiki. IFK Kristianstad er sem fyrr eitt á toppnum með fullt hús stiga, 12, eftir sex leiki. Kristiandstad fær Lugi í heimsókn á föstudagskvöld.
- Auglýsing -