- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mögnuð sýning Björgvins Páls skilaði stigi gegn Porto

Björgvin Páll Gústavsson var stórkostlegur í marki Vals í síðari hálfleik í kvöld með 55% markvörslu. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -



Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í síðari hálfleik gegn Porto í kvöld. Hann fór hreinlega hamförum í síðari hálfleik, varði 13 skot, 55%, auk þess að skora þrjú mörk í 27:27 jafntefli Valsmanna sem fengu þar með sitt fyrsta stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Ekki blés byrlega fyrir Valsmenn eftir fyrri hálfleik. Þeir voru sjö mörkum undir, 16:9, eftir að sóknarleikur liðsins hafði strandað á skeri. Valur keyrði upp hraðann í síðari hálfleik og minnkaði jafnt og þetta muninn auk frábærs varnarleiks og magnaðrar frammistöðu Björgvins Páls sem vafalítið lék einn sinn besta hálfleik á ferlinum um langt árabil.

Valur var hreinlega óheppinn að vinna ekki leikinn. Liðið átti sókn á síðustu mínútu marki yfir. Sóknin skilaði ekki marki og Portomenn náðu að jafna metin þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka.

Uppselt var í Kaplakrika, 2.000 áhorfendur og frábær stemning.

Mörk Vals: Viktor Sigurðsson 5, Agnar Smári Jónsson 4, Magnús Óli Magnússon 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Bjarni Í Selvindi, 2, Miodrag Corsovoc 2, Ísak Gústafsson 1, Alexander Petersson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 19, 43,1%.
Mörk Porto: Daymaro Salina 7, Diogo Olivera 5, Jakob Mikkelsen 4, Pedro Olivera 3, Victor Alvarvaez 2, Rui Silva 2, Petrro Valdés 1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1, Fábió Magalhaes 1.
Varin skot: Sebastian Abrahamsson 21, 51.2% – Diogo Marquez 1, 33,3%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var Kaplakrika og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -