- Auglýsing -
- Raul González og Jesus Javier González, þjálfari og aðstoðarþjálfari franska stórliðsins PSG framlengdu í gær samninga sína við félagið til ársins 2022. Þeir hafa starfað hjá félaginu frá sumrinu 2018.
- Arnar Gunnarsson og lærisveinar í Neistanum töpuðu í gærkvöld fyrir Kyndli, 35:32, í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik karla en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir að keppni hófst aftur eftir áramótin. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 18:18. Neistin er í þriðja sæti deildarinnar. VÍG frá Vestmanna vann H71 í viðureign tveggja efstu liða deildarinnar, 30:27. Leikið var í Hoyvik. VÍF hefur þar með þriggja stiga forskot í efsta sæti.
- Mikita Vailupau, hægri hornamaður Meshkov Brest er sagði vera á leið til Veszprém í sumar. Ef af verður kaupir ungverska liðið upp samning Vailupau við Brest vegna þess að hann er samningsbundinn til 2022.
- Forsvarsmenn þýskra íþróttafélaga vona heitt og innilega að þeim verði heimilt að selja áhorfendum aðgang að íþróttaviðburðum fyrir lok vikunnar. Þeir binda mikla vonir við fund Angelu Merkel, kanslara, með forsvarsmönnum sambandsríkja Þýskalands sem stendur til að fari fram í dag þar sem á ræða hvort heimila eigi vægar tilslakanir frá núverandi sóttvarnareglum.
- Auglýsing -